16 September 2012

Kósískotið

Ég bý eins og áður hefur komið fram í litlu og gömlu einbýlishúsi á þremur hæðum. Á efstu hæðini eru  3 svefnherbergi s.s. hjónaherbergi og 2 barnaherbergi. 
Barnaherbergin eru bæði undir súð og í þeim báðum voru hillur eða holrúm undir súðini annað hvort undir sængurföt eða til geymslu. Þessi geymsluhólf nýttust illa nútímafjölskyldu og tóku pláss sem hægt var að nota í annað. Við tókum eða réttara sagt opnuðum þessar "geymslur" í báðum herbergjunum.


Hér eru myndir frá Emblu herbergi þegar búið var að rífa út að þaki


Í miðju ferli

Emblu herbergi tilbúið það stækkaði alveg órtúlega mikið við þetta það munaði alveg rúmstæðiðinu hér er nánari umfjöllum um Emblu herbergi 

 Hér eru myndir frá Bjarma herbergi öðru megin voru hillur 
 og hinu megin var sængurgeymsla 
Þessar myndri eru teknar áður en við fluttum inn. Við höfðum þetta svona í ár en svo fannst okkur þetta nýtast mjög illa svo við ákváðum að rífa þetta niður en halda botninum og fá þannig rúmstæði fyrir drenginn og meira gólfpláss fyrir vikið.


Svona leit þetta út þegar við vorum að byrja að rífa 


Þarna er ekki búið að klára þetta en drengurinn er engu að síður farinn að sofa í fletinu


Elsti sonur okkar er í HÍ á veturnar og þá flytur Bjarmi búferlum í kjallaraherbergið hans á meðan
 og notum við það sem gestaherbergi


Þarna á bak við sessalonin(á eftir að gera hann upp) er bælið hans Bjarma
Mig hefur lengi langað til að gera eitthvað skemmtilegt úr þessu skoti en ekki komið mér að því en svo allt í einu  kom andinn yfir mig um helgina og úr varð kósískot


Ég prentaði út stafrófsmyndir sem ég fékk á netinu reyndar á ensku og festu upp á vegg(þak)hallann


Ég prentaði út og klippti litla fána sem ég límdi á snúru og hengdi upp einnig setti ég upp bleika seríu til að fá rómó lýsingu.


Ég fann þessar skemmtilegu gardínur hjá fröken blómfríði á Háaloftinu á 400 krónur örugglega gamlar eldhúsgardínur og ég sá þær strax fyrir mér í þetta rými


Svo prentaði ég út myndir úr barnabókum sem ég er búinað vera að safna mér í gegnum netið og límdi upp á veggina innan í króknum.


 Embla að lesa í kósíkróknum


Hér sjást stafamyndirnar betur en þær fékk ég á síðunni  The handmaid home  en þar er hægt  að fá margar fallegar myndir frítt


Rúmteppið er úr RL og svo hrúaði ég inn alls konar púðum og böngsum og þarna sést í einhyrninginn hennar Emblu.
Við eigum örugglega eftir að eiga margar góðar stundir þarna í framtíðinni.
Nánari fréttir af herberginu koma síðar.

(myndirnar úr kósískotinu tók Þórgnýr maðurinn minn).

kveðja Adda


1 comment:

  1. Vá æðislegt kósískot og gardínan er alveg punkturinn yfir i-ið!

    Kv.Hjördís

    ReplyDelete