10 May 2012

Pip studio

Ég er að safna (meðal annars) leirtaui frá Pip studio í Hollandi. Ég get ekki ákveðið mig hvort mér finnst fallegra það bleika eða bláa svo ég safna bara bæði bláu og bleiku og blanda því saman ásamt hvíta fallegu leirmununum sem ég á frá Margréti Jónsdóttur leirlistakonu (ég kem betur að henni í öðrum pósti seinna). Blómabúð Akureyrar og Borð fyrir tvo í Reykjavík selja Pip vörunar.


en nú á ég orðið nokkra muni og svo bættust....



þessir fallegu félagar í safnið nú í maí þegar ég átti afmæli


hluti af skálasafninu


könnur


og fleiri könnur


Þessar könnur nota ég ekki engöngu til að drekka úr þeim heldur nota ég þær líka undir föndur og penna o.fl.


Þetta dýrindi tertufat fékk ég í afmælisgjöf í fyrra


Það er hægt að raða þessu svo skemmtilega upp


og maður á aldrei nóg af skálum


þær verða nú ekkert ljótari könnurnar við það að tilla sér á tær


Þegar maður er með svona fallega hluti fyrir augunum þá er ekki hægt annað að gleðjast og fagna vorinu hvernig sem spáin er.

Vonandi eigið þið blómstrandi daga framundan
kveðja Adda


2 comments: