10 March 2011

Á síðustu metrunum...

Nú er tölvan mín alveg að syngja sitt síðasta, hún er 6 ára gömul Dell fartölva. Það er búið að skipta einu sinni um skjá og rafhlaðan er náttúrulega löngu orðin ónýt, ótrúlegt hvað svona dýrir hlutir hafa stuttan lífaldur. Jæja ég ætla að hætta að röfla og sýna ykkur fallega tækni sem gaman er að láta sig dreyma um.


Mig langar mikið í Makka mér finnst það svo flottar tölvur og sérstaklega fyrir svona myndvinslu og svoleiðis sem ég hef svo gaman að.




Svona skemmtilegar myndir á Makkaog Iphon fást hér.
Ég er að vísu ekki tæknivædd miða við suma þar sem ég á hvorki Iphon eða Ipod


Svona mynd má fá á bakhliðina á Iphone4 hér


Þetta er svo flott hönnun og að geta valið sér lit á náttúrulega bara að gilda um fleiri raftæki, þvottavélar, sjónvörp og fleira. Það væri miklu skemmtilegara að sinna húsverkunum ef heimilistækin færi í fallegum litum og mynstrum.


Svo má fá sér svona sætan bangsa utan um Ipod classik hér


Vildi að mitt lyklaborð liti svona út


Þetta verður bara að fylgja með


og svo er bara að fá sér lyklaboðssúkkulaði í eftirmat.

Kveðja Adda

2 comments:

  1. Búin að nota Mac síðan 1997 eða álíka og er alltaf jafn ánægð. Macbook fartölvan mín er orðin næstum 4ra ára gömul og hún er í sama formi og þegar ég fékk hana og hún er í gangi svo til allan liðlangan daginn. Ég væri alveg til í nýja en hef bara enga ástæðu til að endurnýja ;-)

    ReplyDelete
  2. Lyklaborðið hennar Ásrúnar Völu í skólanum er í nokkrum litum en ekki eins fallegum og á þessu lyklaborði. Sigrún Edda á Makka og er rosalega ánægð með hann, við keyptum svo borðtölvu Makka inní tölvuherbergi en ég er löt við að fikta í honum og læra, skilst að þetta séu bestu tölvurnar. Bið að heilsa fjölskyldunni.

    ReplyDelete