07 March 2011

Flöskur

Ég er mjög hrifin af svona gamaldags ljósblágrænum lit svo ég tali nú ekki um bleika litinn en ég ætla að taka hann fyrir seinna. Ég fann þessar flottu flöskur í Ketilhúsinu á Akureyri um síðustu helgi. Það er Auður Hinriks (veit ekki alveg hvar þið náið í hana en hún er á Facebook) sem á heiðurinn af þessum flöskum. Það er hægt að biðja hana um að skrifa næstum hvað sem er á flöskur og glös. Ég fékk mér náttúrulega tvær og það verður flott að bjóða upp á vatn í þeim í næsta matarboði. Flöskutappana fékk ég í Sirku.


Þórgnýr Dýrfjörð tók myndina



Hér eru það krukkur sem hægt er að nota undir ýmislegt


Fallegar gamlar flöskur





Það er eitthvað sérstaklega róandi við þennan lit


Rómó


Kveðja Adda

No comments:

Post a Comment