07 October 2012

Litla kanínu undrið

Litla kanínu undrið. 
Þegar ég var að sýna ykkur nýjustu púðana, púða sem ég gerði með mynd af Emblu dóttir minni sjá hér þá fann ég hvergi kanínu púða sem ég saumaði handa Emblu fyrir þó nokkuð löngu síðan. Ég var löngu búin að sauma hann en átti eftir að setja troð í hann. Svo var það í dag að ég fór að laga til í vinnuherberginu og þá fann ég hana undir blaðabunka (vinnuherbergið mætir mjög oft afgangi og oftar en ekki þá er hrúgað í það öllu dóti og drasli sem engin veit hvað á að gera við).

En sem sagt ég fann kanínu mynd á netinu og prentaði hana út á transfer pappír (surprize surprize), straujaði hana á efni, klippti út, saumaði saman og nú LOKSINS var ég að setja troðið í hana og hér er hún komin og bara nokkuð góð með sig. Hvernig líst ykkur á? Ég var líka að hugsa um að prófa að gera kanínu í bleiku og blágrænu eins og púðarnir sem fást í My conceptstore.


Er hún ekki mikið rasssssssgat


Ekki mjög stór


en þeim mun krúttlegri og kannski eignast hún fleiri systkini seinna það er  t.d. von á hreindýri í fjölskylduna bráðum;)


Ég er nú ekki mikil haust-kona ég er frekar sumar og vetrar-kona en mér finnst þó alltaf svolítið huggulegt þegar tekur að rökkva og tími kertaljósana rennur upp og nú er nú aldeilis komin tími á kertaluktirnar svo ég skellt í nokkrar.


og nýjasta nýtt hjá mér eru hreindýraluktir


Pínu jóla en samt ekki. 
Þið getið sér það sem ég er að á Facebook síðunni minni FESTAR OG FALLEGT SKART.
Ef þið hafið áhuga þá getið þið haft samband við mig í tölvupósti á netfangið addahr@torg.is.

kveðja Adda

6 comments:

 1. Vááááááááá :) Get ekki gert upp á milli kanínukrúttsins eða hreindýrastjakanna - þetta er allt yndislegt hjá þér!

  ReplyDelete
 2. Vá þetta er æðislegt hjá þér!

  Kv.Hjördís

  ReplyDelete
 3. Gjörsamlega geggjað!
  Kv. Hannaha

  ReplyDelete
 4. Ég er mjög hrifin af hreindýrakertahlífunum. Er að reyna að finna á netinu hvernig svona er gert og líka hvernig myndirnir á kertin eru gerðar og á hvernig pappír þær eru prentaðar.
  Skemmtileg og falleg bloggsíða hjá þér.
  Haustkveðja, Herdís Snorra

  ReplyDelete
 5. Bara yndislegt...kanikkan er flott.
  Ein spurning..Hvar get eg nalgast stjakana thina thegar eg er a landinu? (er i Hafnarfirdi)?
  Kv.Brynja

  ReplyDelete
 6. Þú getur bara haft samband við mig i netfangið: addahr@torg. Og svo er ekkert mál að senda bara pokana(sleppa þà glerkrukkunum sem eru innaní) út til þín

  ReplyDelete