15 October 2012

Annar í hreindýri

Í beinu framhaldi af hreindýra umræðu síðustu daga þá eru hér nýjasta kertaluktin sem er að sjálfsögðu með bambamynd.


Þetta er sama Bamba krílið og var í síðasta pósti 


Kertaluktarnar passa hvar sem er og hvenær sem er en hér er hún á bakka með kerti sem ég setti mynd á og svo er þarna sírópsflaska sem ég setti á englamynd, blúndu og lykil. Einnig er á bakkanum chilisósuflaska með mynd sem ég prentaði út að límmiðaörk og límdi á flöskuna. Svo er á henni fallegt járnhjarta sem ég fékk í Sirku og bakkann keypti ég fyrir síðustu jól á útsölu í Europrice.

kveðja Adda

3 comments:

  1. Æ hann er alveg fullkominn þessi krúttlegi bambi, algjört æði. Og heldur betur kominn í góðan félagsskap þarna á bakkanum. Nú fer ég að kíkja við í huggulegheitin hjá þér :)

    ReplyDelete
  2. já endilega Kristín mín og ætluðum við ekki að kíkja á Dalvík við tækifæri?
    kveðja Adda

    ReplyDelete