já ég veit þið eruð örugglega búin að fá hundleið á mér og endalausu hreindýra delluni sem ég er með en þau eru bara svooooo flott og mér finnast þau alveg vera heilsárs
Ég kom mér loksins að því að klára hreindýra púðann hann er búin að liggja hálfkláraður hjá mér lengi, loksins dreif ég í að klára hann og er bara mjög sátt við útkomuna.
Ég var búin að gera nokkra svona gráa púða í gjafir en þá með engla mynda og var alveg búin að ákveða að gera mér gráan púða með hreindýra mynd. Svo getur bara vel verið að fleiri dýrategundir bætist í safnið seinna.
Ég er með nokkarar tegundir af hreindýramyndum á kertaluktunum mínum en þið getið nálgast þær á facebook síðunni minni "Festar og fallegt skart" eða sent mér tölvupóst í netfangið addahr@torg.is ef þið hafið áhuga.
Ég er aðeins að bæta við dýramyndir í kertaluktaflóruna og þessi ugla er alveg splunku ný
uglumyndinn var bara svo krúttleg að ég varð að setja hana á kertalukt..
Þau eru bara sæt saman uglan og hreindýrið
Púðarnir sem ég hef gert saman komnir
Kertaluktarnar eru flottar hvar sem er og hvernær sem er (flott auglýsing) en þessi er í eldhúsinu.
Hreindýr í snjó
og hreindýr á fati
Þessi fallegu hreindýr eru úr Sirku á Akureyri (dásamleg búð þið sem ekki hafið komið í hana getið skoðan vöruúrvalið á netinu eða á facebook) þau eru til í tveimur pörum annað parið er liggjandi en hitt er standandi. Ég fékk mér standandi parið í fyrra en liggjandi parið nú fyri skemmstu og hér set ég saman par úr sitt hvoru parinu.
Nú er akkúrat tíminn og veðrið til að vera inni í hlýjunni, vekja á kertum og hafa það notalegt
kveðja Adda
Púðarnir eru æði allir sem einn og mikið koma hreindýrin og uglan sterk inn núna!
ReplyDeleteÞað verður gaman að fylgjast með þessu áfram, virkilega flott hjá þér eins og allt annað :)
Sammala Kristinu!
ReplyDeleteFallegt hjá þér ...púðarnir og ljósin sérstaklega fallegs:)
ReplyDelete