Það er óhætt að segja að það sem búið að vera all vetrarlegt um að litast hér á Akureyri síðustu daga og það hefur einhvern veginn orðið til þess að maður fer að gera kósí inni hjá sér.
Hreindýrin fallegu úr Sirku, hvíta glertréið er úr Pier og litli hvíti kertastjakinn er frá Margréti Jóns leirlistakonu og snillingi.
Saman á bakka með kertastjökum og könglum skapar smá vetrar stemming
Græna grenitréið með snjó á eru úr Pier
Kertastjakin er frá Margréti Jóns er alltaf svo fallegur og það er gaman að setja eitthvað fallegt á hann
í þetta skiptil setti ég á hann hjarta sem ég saumaði
Hér er skennkurinn í allri sinni dýrð nóg af kertum og hugguleg heitum inni á meðan snjókófið hamast fyrir utan gluggann.
Jóla kertalukt sem ég gerði og ég gerði líka kertið með mynd af börnum með jólatré
Hér er nærmynd af kertinu
Kertaluktir með gamaldags jólabörnum sem ég bjó til
Hinir klassisku snjóboltar frá Kosta boda
Þau leynast víða hreindýrin á þessu heimili og samt eru helming fleiri ennþá ofan í kössum síðan um síðustu jól.
Þessi passa stofuskápinn ásamt nokkrum bóndarósum (pom poms)
Elgurinn góði sem ég keypti í Sirku fyrir nokkrum árum síðan
Rúmfatalagers bakkinn góði nú í eldshúsinu
neðri hæðin með blúnduborðum, hreindýri, nokkrum könglum og jólasveins kertalukt sem ég gerði.
Efri hæðin hreindýr úr RL, könglar og jólasveinakertalukt sem ég bjó til
Kroppskápurinn góði eftir smá hjartaaðgerð
Í nærmynd
Hilla úr RL sem hangir upp í pínulitlu forstofunni minni.
Ég var að gera smá tilraunir með að prófa að gera gamaldags jólaskraut og englarnir á nótu pappírnum eru hluti af þeirri tilraun og kannski fáið þið að sjá meira af þeim tilraunum seinna.
Ef þið hafið áhuga á kertaluktum eða hjörtum þá getið þið kíkt á Facebook síðuna mína "Festar og fallegt skart"
kveðja Adda
Ég held að ég sé tilbúin fyrir veturinn en hér er enginn snjór. Frekar milt veður verð ég að segja. Elska öll þessi hreindýr ;-)
ReplyDeleteKveðja yfir hafið og norður!