Ég er búin að vera á leiðinni í bloggpartý hjá Stínu Sæm sem er með bloggsíðuna Svo margt fallegt
en einhvern veginn aldrei komist á leiðarenda. Nú ætla ég að bæta úr þessu og setja inn nokkrar myndir af pallinum hjá mér, sumar eru síðan í fyrra en aðrar frá þessu yndislega sumri sem við höfum notið í ár.
Kökuföt og glerkúplar úti að viðra sig
Alltaf með nokkra bakka í gangi í einu sem ég drösla út og inn eftir veðri
Það verður allt svo fallegt þegar það er búið að færa það upp á kökufat og setja glerkúpul yfir finnst ykkur það ekki?
Hjarta í sumarskapi
Tvö sumarhjörtu
Blikkbeljan er sjaldan langt undan en innihaldið er yfirleitt hvítvín. Kassann fékk ég í Sirku og hann er algjör snilld heldur mjög vel köldu.
Bláu gömlu kaffikönnuna fengu mamma og pabbi í brúðargjöf og hún er í mkilu uppáhaldi hjá mér.
Smá kósi skot sem er nú frekar skuggsælt og ekki fyrir blóm eða plöntur
Þessi gamli baststóll var orðin alveg litlaus og ljótur en ég spreyjaði hann í möttum svart/gráum lit
Gullregnið sem ég keypti í Blómaval fyrir 3 árum síðan og er á leiðinni á nýjan stað út í garði það lifir víst ekki í svona litlum potti endalaust
Má bjóða þér kaffi? Ég á margar kaffikönnur og bolla þó svo að ég drekki ekki kaffi sjálf.
Kaffikönur og bollar geta líka verið fínir blómavasar
Gömul garðkanna sem ég málaði og setti blómamynd af sérvíettu og ofan í henni eru gerfirósir og sería
Aðalhæindastóll húsmóðurinnar hér hafa margir reifarar verið lesnir
Húsið að framan
Þennan bekk málaði ég fyrir nokkrum árum og þarf greinilega að fara að endurtaka verkið
Hjartafánina er komin upp enda brosa allir með hjartanum um verslunarmannahelgina á Akureyri (séð úr garði nágrannana)
Svona leit pallurinn út rétt í þessu þegar ég og Embla dóttir mín vorum búinar að sóla okkur í heitapottinum okkar (pottur á pallinn fyrir aðeins 3500 krónur í Toy´s rus) við mæðgurnar eru búnar að nota hann mikið bæði í fyrra og svo ennþá meira í sumar.
Fánarnir eru úr Tiger
Bestu sumarkveðjur til ykkar og passiði bara að njóta síðsumarsins líka þó svo að það sé komin ágúst.
kveðja Adda
afskaplega notalegt og smart hjá þér :-)
ReplyDeleteAlveg hreint æðislega æðislegt!
ReplyDeleteÞær hitta mig beint í hjartastað þessar myndir, elska hverja einustu :)!!
Góða og gleðilega helgi Adda mín og fjölskylda, njótið alls þessa frábæra sem Akureyri hefur upp á að bjóða :)
kk Kikka
voðalega er alltaf kósý hjá þér ;-)
ReplyDeleteMikið er þetta yndislegt hjá þér/ykkur :)
ReplyDeleteDásamlega kósý og notó!
Mikið er þetta fallegt og rómantískt hjá þér :-)
ReplyDeletetakk kærlega fyrir stúlkur þetta er verk sem er í stanslausri þróun
ReplyDeletekveðja Adda