Sæl og blessuð
Jæja nú er orðið tímabært að fara að skreyta úti enda veitir ekki af að lýsa upp tilveruna núna í svartasta skammdeginu. Ég verð hins vegar að bíða aðeins lengur eða þangað til það hlýnar aðeins svo að ég finni runnana hjá mér og geti sett á þá seríu. Ég þarf líka að moka ofan af garðbekknum svo ég geti sett á hann risa jólakúlur, greni, stóra köngla og seríu. Ég set kannski inn myndir við tækifæri ef það þiðnar eitthvað fyrir jól. En á meðan er hér smá útijólastemning.
Klakakertastjaki þarna er bara notast við kökuform. Ég á hins vegar voða flotta stjörnuform til þess að búa til svona klakakertastjaka. Það er hægt að frysta grenigreinar, ber og ýmislegt jólaskraut. Ég set kannski inn myndir seinna.
Þarna er rauði og hvíti liturinn í aðalhlutverki
Það má skreyta hurðir með ýmsu öðru en krönsum
Þetta er svona jólabekkur
Ekki amalegt að fá svona móttökur þegar mætt er í jólaboðið
Þarna býr greinilega einhver stjarna
Svo kölluð Grýlukerti, að vísu manngerð
Það var hægt að fá svona kúlur í kjarnaskógi fyrir jólin
Glerkrukkur og sprittkerti í tré, alltaf fallegt
Kveðja Adda
No comments:
Post a Comment