Handbróderaðir púðar frá Þórdísi Jónsdóttur
Þessir púðar fást í ýmsum litum og gerðum, þá er hægt að nálgast hér á heimasíðu Þórdísar
Ég er ótrúlega ánægð með nýja flískjólinn minn. Ég keypti hann hjá Saumasmiðjunni sem Þórdís Jónsdóttir og Valdís Rut Jósafatsdóttir reka hér í bæ. Þær gera marga fallega hluti bæði á konur og börn. Frábær þjónusta ég mæli með þeim.
Útsaumurinn á erminni
Embla fékk sinn kjól í jólagjöf í fyrra, þetta er hettukjól með kengúruvasa
Hér sést útsaumurinn, en hann er á vasanum neðst á kjólnum og á ermum.
Ég er mjög hrifin af íslenska fyrirtækinu Farmers Market , ég á tvær peysur frá þeim sem mér finnast dásamlegar. Einhvern tímann ætla ég að fá mér svona silkikjól og prjónaða hyrnu
Hæ systir.
ReplyDeleteGeggjaðir púðar og kjólarnir ykkar Emblu eru bara æði :)Þarf greinilega að kíkja á heimasíðuna hjá þeim stöllum.
Bestu kveðjur til ykkar
Hemma