Ég er búin að vera að safna allskonar flöskum og krukkum upp á síðkastið og hef lengi ætlað mér að gera eitthvað sniðugt með þær. Svo var það loksins á föstudaginn sem ég dreif mig í þessu.
Að sjálfsögðu gleymdi ég að taka fyrir myndir
Þessa flösku fékk ég á slikk á flóamarkaði. Ég á orðið gott safna af gamaldags miðum í tölvunni minni svo það var úr vöndu að ráða með valið. Svo prentaði ég miðana út á límmiða (White labels) sem ég keypti fyrir jólin í Bókval (Pennanum) og er alveg heilt blað með lími aftan á.
Borðin er keyptur í Bakgarðinum á Akureyri og blómið er út gleri og það keypti ég í Noregi
Þessa flösku litaði ég með matarlit og mode podge en ekki með svo góðum árangri eins og sjá má á taumunum innan í henni
Flöskuhópurinn saman kominn ég á að vísu eftir að finna þeim endanlegan stað.
kveðja Adda
Flottar :)
ReplyDeletesvo sætar flöskur, þessi efsta er uppáhalds!
ReplyDeleteÆðislegar flöskur! :)
ReplyDeleteThanks for sharing, nice post! Post really provice useful information!
ReplyDeleteGiaonhan247 chuyên dịch vụ mua hàng mỹ từ dịch vụ order hàng mỹ hay nhận mua nước hoa pháp từ website nổi tiếng hàng đầu nước Mỹ mua hàng ebay ship về VN uy tín, giá rẻ.