01 July 2012

Flöskuföndur

Ég er búin að vera að safna allskonar flöskum og krukkum upp á síðkastið og hef lengi ætlað mér að gera eitthvað sniðugt með þær. Svo var það loksins á föstudaginn sem ég dreif mig í þessu.


Að sjálfsögðu gleymdi ég að taka fyrir myndir


Þessa flösku fékk ég á slikk á flóamarkaði. Ég á orðið gott safna af gamaldags miðum í tölvunni minni svo það var úr vöndu að ráða með valið. Svo prentaði ég miðana út á límmiða (White labels) sem ég keypti fyrir jólin í Bókval (Pennanum) og er alveg heilt blað með lími aftan á. 


Borðin er keyptur í Bakgarðinum á Akureyri og blómið er út gleri og það keypti ég í Noregi


Þessa flösku litaði ég með matarlit og mode podge en ekki með svo góðum árangri eins og sjá má á taumunum innan í henni


Flöskuhópurinn saman kominn ég á að vísu eftir að finna þeim endanlegan stað.

kveðja Adda

3 comments: