Ég á svartan síma eins og svo margir aðrir og er svo sem ekki í frásögu færandi nema að þeir sem þekkja mig vita að ég er nú meira fyrir aðra liti en svart (þessi tegund af síma fékkst ekki í nema svortu og gráu).
Ég var mikið búin að leita af einhverju hulstir helst með blómamynstri eða í fallegum lit en fann ekkert.
Svo var það í dag að ég ákvað að skreyta hann aðeins í tilefni kosningana
Ég notaði tvöfalt límband(málningalímband) blúndi og perlur sem ég átti á límborða en klippti hann niður og gat raðað perlunum á blúnduborðan þar sem ég vildi hafa þær.
Jæja hvernig líst ykkur svo á?
Ég vona að þið njótið dagsins í blíðuni hvað svo sem þið hafið kosið
kveðja Adda
Mjög falleg, er viss um að það væru margir til í svona fínt á símann sinn! Spennt að heyra hvernig þetta heldur :-)
ReplyDeleteFlott eins og allt sem þú gerir Adda mín, snilldar hugmynd og mikið fallegra en öll þau hulstur sem ég hef séð í símabúðum :D
ReplyDelete