14 July 2010

Ferð á Sigló

Sæl og blessuð
ég fór á Þjóðlagahátíð á Siglufirði um síðustu helgi og fór þar á sýningu Aðalheiðar Eysteinsdóttur á veitingastaðnum Hannes boy. Elín Þorsteinsdóttir innanhúsarkitekt hannaði staðinn og reynir að fanga liðin anda bæjarins. Húsgögnin eru úr tunnum og voru sérsmíðuð í Mexikó.
Hér eru myndir sem Þórgnýr Dýrfjörð tók.

Hannes Boy Cafe


Upplýsingamiðstöðinn í Danna" bláa húsið og Hannes Boy Café er í gula húsinu.

Við innganginn eru gamlar myndir af Siglfirðingum

og hér er mynd af frænda Þórgnýs sem heitir Sigurður Steingrímsson

Salerni fyrir fatlaða

frábær hugmynd

Mynd inni á kvennaklósettinu

Kvennaklósettið er málað í ljósari lit og lýsingin þar var meiri
en á karlaklósettið

Klósettin voru gamaldags með upphengdum vatnskassa og langri keðju til að sturta niður

Karlaklósettið var málað í fallegum grænum lit og þar voru gamlar myndir af körlum með brennivínsflöskur og þar var einnig þessi blaðarekki með gömlum dagblöðum.
Takið eftir slökkvaranum - alveg dásamlegur

Stigauppgangurinn er lagður með stuððlabergi sem fengið var í fjörunni á Skagaströnd og þar á palli sat þessi fína stúlka og horði úr um gluggann

Hannes Boy var mættur og horfði yfir staðinn

Séð niður í salin af efri hæðinni

Það er algjörlega þess virði að skreppa á Sigló skoða Síldarminjasafnið og Þjóðlagasetrið, fá sér svo að borða á Hannes Boy.
Það verður alveg frábært þegar Héðinsfjarðargöngin verða komin í október, ég get ekki beðið!
Kveðja Adda

No comments:

Post a Comment