Sunnudaginn 11. júlí var opnað sýning á leikföngum og brúðum í eigu Guðbjargar Ringsted í Friðbjarnarhúsi, Aðalstræti 46 á Akureyri. Sýninginn er samstarfsverkefni Guðbjargar, Minjasafnsins og Akureyrarstofu og er vonandi byrjun á einhverju miklu stærra.
Fullt var út úr dyrum allan daginn svo það var erfitt fyrir Þórgný að mynda en ég á eftir að fara aftur til að skoða sýninguna betur og set þá inn fleiri myndir.
Handriðið var fallega skreytt og þessar stóru brúður stóðu heiðursvörð við tröppurnar
Tréstyttur í glugga, ég man eftir því að þegar í var í barnaskólanum á Akureyri þá gerðu við svona tréstyttur af húsdýrunum.
Gubjörg Ringsted á tali við ein gesta sýningarinnar
Gömul trélest í glugga
Sýninginn er í þremur litlum herbergjum á neðri hæð húsins og hér sést inn í eitt þeirra
Hér kennir ýmisa grasa og margur kannaðist við ýmislegt úr bernsku sinni
Skemmtilegt teboð
Puntudúkka
Embla og Dóra gæða sér á svala og kexi á meðan þær teikna
Kaitas vandar sig
Embla fyrir utan húsið
Kveðja Adda
No comments:
Post a Comment