24 July 2013

Enn og aftur af palli og sumarbloggi

En er hægt að taka þátt í sumarbloggpartýinu hjá henni Stínu Sæm í "Svo margt fallegt" þið getið kíkt á það hér.
Ég er ennþá á pallinum enda með mörg skemmtileg verkefni þar í gangi.

Í sumarbyrjun  myndaði ég borðið á pallinum og þá leit það svona út

Þar sem við búum í litlu sgömlu húsi þá hefur mér alltaf fundist pallurinn vera hálfgert lýti á húsinu og mig hefur lengi langað til að mála hann hvítann til að hann falli betur að húsinu. Pallurinn er um 50 fermetrar og ég hef bara ekki lagt í það að mála hann. Þar sem við vorum svo sem ekki að fara neitt í fríinu okkar þá skellti maðurinn minn sér í það að mála  garðhúsgögnin í staðin.


Þetta er frekar mikið verk að mála stólana og þarf að fara margar umferðir  þetta búið að taka drjúgan tíma og enn ekki alveg búið.


Við keyptum sólhlíf  á helmingsafslætti í BYKO og stendur við hliðina á borðinu. Við eigum hitalampa sem hægt er að setja ofan á borð og þá getur maður aðeins lengt tímann úti á pallinum.


Þegar stólarnir voru orðnir hvítir þá fannst mér upplituðu bláu sessurnar heldur ljótar á stólunum.
Ég plataði því vinkonu mína sem var að koma norður að fara fyrir mig á útsölu í IKEA og kaupa nýjar sessur.


Ég er ótrúlega bjartsýn og keypti ljósar sessur á örugglega eftir að sjá eftir því en það er bara svo flott og allir litir ganga með þeim;)


Fallegt ekki satt að vísu læt ég dóttir mína og vina hennar sitja á handklæði til að sulla ekki niður í sessurnar uussssssss
Hér eru myndir af nýju sólhlífinni


og húsinu 


Pallurinn séð frá garðinum


Það er nú ýmislegt brallað á pallinum t.d. að fá sér smá hressingu- fastir liðirsvo er prjónað og lesið...


...föndrað og skapað


Hér er ég að geta perlukrossa sem ég er að selja hér en þessir eru á leiðinni í Sirku á AkureyriSvo förum við reglulega í heitapottinn okkar og ósjaldan eru strumparnir með 


 Þessi er komin með eina umferða af málningu og bíður eftir fleirum og svo eigum við eftir að mála borðið líka.

Það er enn nóg af verkefnum t.d. þurfum við að mála handriðið á svölunum, gera við þær, mála glugga og fleira en suma daga nennir maður bara engu og þá er gott að slappa bara af og njóta.

Sólskinskveðja Adda


5 comments:

 1. Kósý á pallinum þínum og húsgögnin koma vel út svona hvít :-)

  sólarkveðjur af sunnan
  Kristín Vald

  ReplyDelete
 2. Ferlega huggulegt, stólarnir hafa heldur betur fengið make over :)

  ReplyDelete
 3. Takk fyrir alla fallegu og skemmtilegu sumarpostana, og vá hvað þetta er orðið mikið meira þú svona hvítt, alveg dásamleg stemmning á pallinum þínum, í takt við húsfrúnna;)

  kveðja og knús
  Stína

  ReplyDelete
 4. Fullkomin aðdáun hér! Úff það er geggjað verk að mála svona stóla - en mikið svakalega eru þeir orðnir flottir og nýju sessurnar líka, glæsilegt hjá ykkur:)

  ReplyDelete
 5. Stolarnir komu rosalega vel ut! Thu ert heppin ad eiga svona godann eiginmann sem nennir ad mala...
  Sumarkvedja
  Brynja

  ReplyDelete