29 July 2013

Sumar skírn

Ég var svo heppin að mér var boðið í skírn í júníbyrjun hjá dóttur Báru vinnkonu minnar og fékk leyfi til að föndra aðeins fyrir veisluna. Að sjálfsögðu gleymdi ég að mynda herlegheitin en fékk þessar myndri lánaðar 
hjá öðrum.

 Mynd: Elías Björnsson

Jónas Ari  heitir drengurinn og er ótrúlegt þægt og meðfærilegt barn og svo er hann alíka lgjört sjarmakrútt.

 Mynd: Elías Björnsson

Athöfnin  var haldinn úti  í garðinum hjá Báru og Hermanni í dásamlegu veðri.


Mynd: Elías Björnsson

Amma og afi  með gullmolana sínaÉg keypti mér þennan fiðrildaskera í Ameríku algjört nauðsyn enda oft búin að sitja sveitt við að klippa út í höndunum þegar ég vildi skreyta með fiðrildum sem gerist alltaf annað slagið.


Ég átti fallegan pappír í ljósblá/grænu og klippti út nokkur fiðrildi sem ég notaði til að skreyta veisluborði  (þetta er ekki mynd af veisluborðinu)


Símamynd: Þórgnýr Dýrfjörð

Ég gerði svo nokkrar bollakölur með lemon curd innan í og og rjómasmjörkremi ofan á

Símamynd: Þórgnýr Dýrfjörð

Formin eru með ljósbláum fiðrildum og fékk ég þau í Hagkaup.
Ég útbjó svo merki miða í tölvunni þar sem ég setti nafnið öðru megin og skírnardaginn hinu megin og límdi saman á tréprik og stakk í bollakökurnar.


 Þennan snildarskerfa keypti ég líka í Ammeríku og ég notaði hann til að skera út blómamynstrið á bollakökurnar

Símamynd: Þórgnýr Dýrfjörð

Ég prófaði að gera köku pinna í fyrsta skipti og það gekk nú ekkert rosalega vel fyrir sig því að pinnarnir  vildu renna í gegn um kúlurnar en þá prófaði ég að henda kúlunum inni í frystinn og þá gekk þetta betur. Ég dýfði þeim svo í hvítt súkkulaði og stráði aðeins bláum sykri yfir. Ég lenti líka í smá vandræðum með það hvernig ég ætti að láta þá standa þar sem ég átti engan stand undir svo ég skar í sundur melónu og stakk þeim í hana. Börnunum fannst þetta að minnsta kosti spennandi nammi.

Mynd: Elías Björnsson

Ég var búin að leita út um allann bæ af fallegum ljósbláum pappír til að gera nafnaveifuna en fann hvergi. Ég leitaði þá bara á netinu af fallegum bakgrunnum sem ég prentaði á pappír og klippti síðan út veifur sem ég setti bókstafina á. Ég notaði svo ljósbelikan borða til að þræða þær upp á. Þetta sést ekki vel á myndinni en ég gleymdi að mynda þetta þegar ég var að búa þær til, já ég veit ég er klaufi.

 Mynd: Elías Björnsson

 Yndislega fallega fjölskylda Harpa og Haddi með Dagbjörtu Báru og Jónas Arakveðja Adda
2 comments:

  1. Takk enn og aftur fyrir alla hjálpina elsku Adda mín. Þú ert algjör snillingur! ;*

    ReplyDelete