05 June 2011

Úti í garði

Loksins í gær kom það gott veður að það var hægt að hreinsa aðeins beðin og stéttina fyrir framan húsið og sitjast svo út á palli og njóta blíðunar. Það var heppilegt að ég notaði tækifærið í gær til að mynda því það er miður skemmtilegt veður í dag, kuldi og rigning. Þetta kennir manni að njóta þess sem maður hefur þegar maður hefur það.


Mig dreymir um að mála pallinn hvítan en er ekki viss um að ég leggji í það hann er svo stór.
Ég er sem sagt búin að eignast fallega tertufatið frá Pip studio, ég fékk það í afmælisgjöf en það fæst í Blómabúð Akureyrar.Þetta sett er alveg ómissandi á pallinn plastglas og járn kassi (Blikkbelja) úr Sirku. Plastdúkurinn er úr Rúmfatalagernum og fæst líka í grá/brúnu og ljósgrænu, ég er að hugsa um að fá mér líka þann grá/brúna.Hvíta kannan og hvíta staupið sem ég nota þarna undir sultu og skálin á fæti er frá Margréti Jóns leirlistakonu, það er bara allt dásamlegt sem hún gerir.


kveðja Adda


2 comments:

  1. svo sætar myndir Adda en er þetta örugglega tekið sumarið 2011 ekki gamlar myndir !!! ;) nema þú búir í öðrum bæ en ég...
    kv. Ella

    ReplyDelete
  2. þetta er SVO fallegt!

    ReplyDelete