Ég veit ekki með ykkur en hér á heimilinu er mikil aðdáun á Múmínálfunum eftir finnska rithöfundinn Tove Jansso. Maðurinn minn átti bækur um Múmínálfana þegar hann var lítill sem við höfum svo lesið fyrir börnin okkar og aðdáunin hefur haldist í gegnum árin. Við eigum nú orðið flestar allar bækurnar sem komið hafa út á íslensku.
Halastjarnan var endurútgefin núna fyrir jólin enda hafa bækurnar um Múmínálfana verið ófáanlegar í mörg ár
Við eigum einnig 4 teiknimyndabækurnar á ensku en sögurnar um Múmínálfana birtust fyrst sem teiknimyndasögur í dagblöðum
Elsti sonur minn er ein helsti aðdáandi Múmínálfana og hann var heldur glaður þegar hann rakst á þennan disk í Bókval þar sem Hugh Laurie (dr. House) les sögu Múmínálfanna
Hér á heimilinu einnig til matreiðslubók Múmínmömmu sem einnig fékkst í Bókval á sínum tíma
Ég er að safna svona Múmínálfa könnum á að vísu ennþá bara tvær en það er bara byrjunin.
könnurnar fást meðal annars á Amtsbókasafninu á Akureyri og í Búsáhöld í Kringlunni
Ég á líka Múmín innkaupatösku sem má brjóta saman, mín er að vísu dökkbleik og á henni eru Hattífattarnir.
Töskurnar eru hægt að fá í fríhafnarverslun Epals
Mér var bent á verslun sem er meðal annars með skemmtileg og falleg barnaföt en hún heitir Lindex. Í Lindex má oft fá skemmtileg Múmínálfaföt eins og þessi hér á síðunni, það er hægt að panta þetta á netinu.
Dóttir mín er búni að eign eina 2 Múmínálfa kjóla og leggings við. Þetta eru falleg og þæginleg föt.
Jæja nóg af Múmínálfum um sinn
kveðja Adda
elska Múmínálfana, er búin að horfa á þá meira og minna frá árinu 1995.
ReplyDelete