31 May 2011

Ný bók

Það er alltaf jafn gaman að eiga afmæli, ég er mikil afmæliskona og ég kann sko alveg að njóta þess að eiga afmæli. Ég fékk þessa fínu bók í afmælisgjöf frá Styrmi elsta syni mínum. Hann veit sko alveg hvað mamma hans kann að meta og hitti alveg naglan á höfuðið þarna, enda vinnu hann í bókabúð og veit hvar dýrgripina er að finna. En þessi bók styklar á stóru í 150 ára sögu húsgangahönnunar. Bókin er stór og þung og það er eiginlega bara hægt að skoða hana við borð, þetta er ekki bók sem þú ferð með í rúmið en flott er hún.Bókin býður tilbúin aflestrar á sófaborðinu.
kveðja Adda


No comments:

Post a Comment