26 April 2010

Borðstofuhúsgögnin



Svona leit borðastofuborðið út áður en við byrjuðum. Við vorum lengi búin að ætla að taka borðstofuhúsgögnin í gegn. Sessurnar á stólunum voru orðnar mjög signar og ómögulegt að sitja á þeim, borðið var líka illa farið með blettum sem ekki náðust af og fleira.

Borðið

Stólarnir fyrir breytingu

Þarna er Þórgnýr búin að taka sessurna af stólunum í sundur og er að strekkja strigaborðana áður en hann skipti um svamp og setti á nýtt áklæði

Stóll í vinnsu búið að pússa og grunna og verið að kalkmála.
Við ákváðum að nota Kalkliti frá Auði Skúla, en mig hafið lengi langað til að prófa þá.
Við fórum og hittum Auði og fengum fínar ráðleggingar hjá henni og manni hennar Hirti, þau voru alveg frábær og með einstaka þjónustu. Hér getið þið sé fyrirtæki þeirra Kalkliti, ég mæli með þeim. Liturinn sem við völdum er frekar nýr hjá þeim og heitir Gritti. Kalklitirnir eru líka seldir í Bykó.

Strípaður stóll fyrir málningu

hér er búið að kalkmála stólinn

stólar í miðju ferlinu


Skrautið á borðfótunum eftir að blaðsilfur hefur verið sett á þá og lakkaði yfir


Skraut á miðju borðinu, einnig með blaðsilfur

borðstofan tilbúin!

nánari mynd af stól eftir breytingu,
ég setti blaðsilfur á skrautið á stólunum og lakkaði yfir

Svona líta stólarnir út núna.
Ég var lengi að finna rétta áklæðið því það er ekki allt sem gengur við svona gráan lit


Nærmynd af sessunni

Allt tilbúið og flott, þá mega gestirnir bara fara að koma

Kveðja Adda

4 comments:

  1. Vel heppnað hjá ykkur. Mikil upplyfting.
    Hér er diy síða sem að ég skoða af og til.

    http://ikeahacker.blogspot.com/

    ReplyDelete
  2. Frábærlega vel heppnað. Gaman að sjá þetta svona "skref fyrir skref". Fallegt að draga fram skrautið með blaðsilfrinu. Hlakka til að sjá hvaða húsgögnum verður breytt næst;-)

    ReplyDelete
  3. Falleg breyting á húsgögnunum, eru alveg eins og ný eftirá!

    Ég er einmitt að spá í að kalkmála borðstofuboðið og stólana mína og var því að gúgla og ath hvort ég finni eh um það (fann þig þannig).

    Lakkar þú yfir kalkmálinguna? Blettast ekki ef að glös eru lögð á borðið án þess að hafa mottur undir (heyrði það einhverstaðar)? Er þetta mikið dýrara heldur en að mála með venjulegri málingu?

    ReplyDelete
  4. Sæl Dagný
    Ég lakkaði yfir með panel lakki að mig minnir frá Jötun en það voru ráðleggingar frá Auði Skúla sem gerir kalklitina. Ég er ekki alveg nógu ánægð með endinguna á því og það vilja alltaf koma blettir í gegn en það getur vel verið að Auður sé búin að finna eitthvað betra lakk. þú getur nálgast heimasíðuna kalklita hér http://www.kalklitir.com/ og þar eru leiðbeiningar
    kveðja Adda

    ReplyDelete