18 July 2013

Kassabílagerð á palli

Það er nú ýmislegt gert á pallinum þeim arna enda er hann vel nýttur yfir sumarið.
 Ég ákvað að taka þátt í sumarbloggpartý hjá Stínu Sæm sem er með bloggsíðuna Svo margt fallegt og þið getið séð hér. Ég var líka með í fyrra og er nú búin að setja inn eina færstu. Ég á örugglega eftir að bæta einhverju við enda er ýmislegt í gangi á á pallinum og alltaf verið að breyta og bæta.

 Embla og vinkonur hennar þær Þorbjörg og Júlíanna ákváðu að smíða sér kassabíl og fengu Þórgný til þess að hjálpa sér við verkið.

Þórbjörg skaffaði hjólin undir bílinn en svo þurfti að skreppa aðeins í búð til að kaupa það sem vantaði eins og öxla fyrir hjólin og fleira.
Það þurfti líka að spá aðeins í hlutina og ákveða hvernig kassabíllinn ætti að líta út.


 Svo voru aðeins æfðar smá lyftingar í leiðinni enda sterkar stelpur hér á ferð



Þær sem ekki voru að lyfta hvöttu hinar til dáða.


 Svo var nú farið í það að setja bílinn saman


 Saga rör í sundur


Þar sem allir lögðust á eitt til að hjálpast að


Fyrirmyndar sammvinna hér á ferð


og áhuginn leynir sér ekki


Svo voru hjólin sett undir... 



...máta lengdina og svona.


Það er nú vissar að fylgjast með því hvort hann geri þetta örugglega  rétt


Þá eru hjólin komin undir


og nú þarf að þræða bandið sem stýrir hjólunum í gegnum gat á spýtuni og allir fylgjast með.



Þá var tekin smá prufu túr



Stúlkurnar alsælar með nýja fararkostinn sinn og það á bara eftir að setja á hann almennilegt sæti.



 Frúin hlær í betri bíl............

Kveðja Adda





2 comments:

  1. Snilldar flott! Og nánast kraftaverk myndi ég halda ef enginn hefur fengið sög eða bor í fingur við þessar skemmtilegu samvinnuaðstæður :)

    ReplyDelete