13 March 2013

Smá páskaföndur


Ég var búin að eiga nokkur frauðplastegg í poka í 2-3 ár og aldrei komist í það að skreyta þau.
Þegar ég var að leita að páskaskrautinu inni í geymslu þá fann ég þessi egg og við Embla dóttir mín ákváðum að föndra aðeins.


Ég átti nokkra pastelliti og svo keypti ég glimmer í Föndur og við fórum að mála


Þetta var í raun mjög einfalt föndur, við stungum bara grillpinna í eggin, máluðum þau í pastellitum og settu svo glimmer á blauta málninguna og vollla  ..........hræðilega einfalt.


Hér eru eggin tilbúin


Til að byrja með eru þau saman í skál en svo sjáum við til hvar þau enda.



Skálin er frá Margréti Jóns leirlistakonu


Þessa kanínu smíðaði ég á country árunum og hún er ein af fáum hlutum frá þeim árum sem fær að vera uppi  en aðeins um páskana.

kveðja Adda

3 comments:

  1. Þetta er bara yndisleg, og svo líka gaman saman hjá ykkur mæðgum, sem er bónus :)

    ReplyDelete
  2. Æðislega fallegt hjá ykkur, ég bið kærlega að heilsa heimasætunni :)

    ReplyDelete
  3. Fallegt og fljótlegt, takk fyrir þessa hugmynd :)

    ReplyDelete