10 March 2013

Af suðurferð og ýmsu smálegu


Eins og sumir blogglesendur vita þá hittumst við 5 bloggvinkonur í Reykjavík í marsbyrjun. Ég og Kristín Bjarna vinkona mín sem er með síðuna Blúndur og blóm þekktumst en hinar þjár þekktum við bara í gegnum bloggið. Hinar eru Dossa í Skreytum húns, Stína Sæm í Svo margt fallegt og Kristín Vald. Það var alveg yndislegt að kynnast þessum konum og við munum örugglega hittast oftar, það stendur jafnvel til að þær sem búa fyrir sunnan komi norður til að hitta okkur Kristínu.
Við fórum saman í margar skemmtilegar búðir, út að borða á föstudagskvöldi og héldum svo áfram uppteknum hætti á laugardaginn. Á laugardagskvöldi átti ég svo yndislega stund með Sigrúnu vinkonu minni sem ég hitti alltof sjaldan núorðið. 
Það var ótrúlega gaman að kynnast þessum flottu konum og það var eins og við værum búnar að þekkjast lengi.
Hér bloggar Dossa í Skreytum hús um ferðina og þessi mynd er fengin hjá henni.


Hér bloggar Kristín um ferðina
Ég lagðist beint í rúmið þegar ég kom heim, var frá vinnu alla vikuna og er rétt skriðin á lappir þannig að ég er eiginlega ekkert farin að vinna úr þessari ferð en það kemur vonandi síðar.


Ég fékk þennan fína pappír í Søstrene Grene og gerði úr honum box fyrir skarti mitt
Að sjálfsögðu verslaði ég alls konar perlur og semelíukúlur fyrir skartgripagerðina mín og þið getið fylgst með því á síðunni minni Festar og fallegt skart.


Ég keypti þetta kertabox á jólaútsölu í Púkó og smart sem við heimsóttuð að sjálfsögðu í ferðinni.( ekki í þessari ferð).En það segir engin að þetta þurfi að vera eitthvað jólaskraut.


Járnhjörtun eru úr Søstrene Grene og eru líka til stærri


Hvít tágahjörtu


Ég er aðeins farin að lauma inn einu og einu páskaskrauti enda eru þau merki um vorkomu 


Sírópsflaska í smá rómóbúningi, ég prentaði út gamla mynd á límmiða og setti á flöskuna ásamt perluarmbönd og bleikum blúnduborða


Egg sem ég keypti á útsölu í RL í fyrra og skreytti aðeins með borða og unga.


Kanínu kertalukt sem ég gerði, maður þarf að eiga luktir fyrir öll tilefni og árstíðir ekki satt.


Það færist vor yfir bakkann smá saman.


Eggin eru farin að láta sjá sig eitt og eitt  


Hjarta í pastel grænum lit sem ég gerði


Blágræn kerti til að minna á vorið og komandi páska.

Ég ætla að setja smá saman hér inn innkaup mín úr ferðini og það sem ég geri úr þeim efnivið sem ég keypti í þessari skemmtilegu ferð.
Takk fyrir samveruna stelpur hlakki til að hitta ykkur aftur.
kveðja Adda2 comments:

 1. Takk sömuleiðis Adda mín :-)

  Allt svo fallegt hjá þér og nýju hlutirnir þínir koma vel út ! Mér finnst boxin þín æðisleg :-)

  knús norður
  Kristín Vald

  ReplyDelete
 2. Fallegt og aftur fallegt og einhvern veginn hefur alveg farið framhjá mér þegar þú fannst þennan ægilega fína pappír í ferðinni, flottar öskjurnar :)
  Gott að kvefið er að sleppa af þér takinu Adda mín :)

  ReplyDelete