20 January 2013

Óskalistinn minn

Þegar maður er að vafra á netinu þá rekst maður oft á fallega hluti sem maður væri alveg til í að eiga eða búa til hér fyrir neðan eru nokkur dæmi

Mig langar svo í þessi fallegu fuglarúmföt úr HM home handa okkur hjónunum
Svo veitir ekkert af að lífga aðeins upp á baðherbergið og þá væri ekkert verra að eiga svona fulgasturtuhengi...
...baðhandklæði og mottu allt úr HM home


Brauð eða tertubox HM 

Tetufat úr járni hægt að fá bæði í bleiku. bláu og hvítu
Ég þarf alveg greinilega að komast í HM á næstunniGeggjað úr frá Fossil


Þetta bleika ljós þarf ég að fá á ganginn hjá mér, skermurinn á ljósinu þar eyðilagðist nú rétt fyrir jól og þetta er algjörlega málið.
Ljósið er frá Krunk


Mig er lengi búið langa í svona krítartöflu frá Tutto nostro en ég finn bara ekki stað fyrir hana ennþá en koma tímar koma ráð


Þetta snyrtiborð er líka fra þeim í Tutto nostro en það eru tveir sniðir á Akureyri sem hafa verið að smíða svona fallega hluti í frístundum


Svo langar mig til að prjóna mér svona fallegan kjól sem ég fann hérna það er hægt að kaupa uppskriftina af honum á netinu


Svo væri sniðugt að sauma svona fyrir símann sinn uppskriftinn er hér


kveðja Adda

2 comments: