22 June 2012

Poka hjörtu

Mig vantaði svo eitthvað fallegt utan um hjörtun sem ég er að gera og loksins datt ég ofan á hugmyndi. 







Ég átti nokkkra brúna bréfpoka (eins og maður fær í Ríkinu) og klippti þá í tvennt og límdi saman botninn á öðrum pokanum og var þá komin með tvo poka. 



Síðan límdi ég pokann fastan við A4 blað og prentaði út mynd á hann með prentaranum mínum


Ég fann fullt að gamaldags myndum á Graphics Fairy


Hér er gamaldags fuglamynd


Ég keypti mér svona blúnduskera í fyrra og er búin að vera að nota hann til ýmsa verka


En ég sem sagt notaði blúnduskerann til þess að klippa ofan af pokunum


og þá kemur svona fallegt munstur


sem sést betur hér


Hér er hjata á leið ofan í pokann sinn


Ég er ótrúlega ánægð með þessa lausn hvað finnst ykkur?


Svo er það nýjasta nýtt kertaluktir með gamaldags myndum
 já það er alltof lítill tími miða við allar hugmyndirnar sem ég þarf að framkvæma kannist þið við það?

kveðja Adda

6 comments:

  1. Pokarnir eru ÆÐISLEGIR! Bara fallegir!

    ReplyDelete
  2. Þessir pokar eru mjög fallegir. Hef mikið notað skreytta brúna poka og reyndar líka hvíta undir jólagjafir. Verð greinilega að fá mér svona fallegan blúnduskera, bíður upp á mikla möguleika :) Alltaf gaman að skoða bloggið þitt :)

    ReplyDelete
  3. Þetta er alveg dásamlega fallegt hjá þér!!

    ReplyDelete
  4. Vá, ofsalega fallegt allt saman! Kveðja, Þorbjörg (laumulesari og mikill aðdáandi)

    ReplyDelete
  5. Hvar fékkstu blúnduskeran ?

    ReplyDelete