06 April 2012

Páskarnir heima

Hér er smá innilit í það litla páskaskraut sem ég er með á mínu heimili. Ég er ekki mikið fyrir gulann lit nota meira pastelliti og aðalega bleikt. Ég er því lítið fyrir unga en mun hrifnari af kanínum.


Ég tek alltaf greinar úr garðinum mínum ca 2 vikum fyrir páska og set í vatn þá verður komið aðeins grænt á greinina um páskana og svo skreyti ég hana.


Ég bjó til lítil páskaegg fyrir páskana í fyrra úr skrapppappír. Ég klippti út 2 egg og límdi þau svo saman og þræddi borða í gegn og hengi þau svo á greinarnar


Fuglana fékk ég í Tiger


Ég hamstra alltaf þegar skrapppappírinn fer á útsölu í A4 en þá voru arkirnar á 12 kr stk.


Ég reynir að velja svolítið páskalegan pappír


Ég prentaði út gamlar páska myndir og límdi þær bara á kertin með límstifti


Bleiki liturinn er allsráðandi (aldrei þessu vant;)


Ég fékk þessar sætu kanínur í  Húsasmiðjunni nú fyrir páska á 50% afslætti, það var ein stór í pakka og svo tvær litlar í öðum pakka og kostuðu um160 kr, að vísu voru þær á teini en ég tók hann bara af.


Hér sjást þær betur og í félagskap með þeim er egg sem ég bjó til fyrir páska og fjallaði um í síðasta pósti.


Hér eru nokkur heimatilbúin blúnduegg saman komin


Ég skrapp á mánudaginn til Kristínar vinkonu sem er með bloggsíðuna Blúndur og blóm (endilega kíkið á hana hún er með svo fallega og rómantíska síðu) og við vorum að fönra nokkur páskaegg saman. Hún hafði keypt sér svona leiregg í Rúnfatalagernum og þau voru svo sniðug að geta staðið sjálf, þannig að ég þurfti náttúrulega að fá mér svoleiðis egg líka og fór í Rúmfatalagerinn á miðvikudagin en þá voru þessi egg komin á helmings afslátt og kostuðu bara 6 í pakka 350 kr,-


Ég er nú ekki alveg búin að klára að skreyta öll eggin en þetta er tilbúið


Ég fékk mér þennann flotta járnbakka í Europrice en þeir eru með 30-50% útsölu á öllu í búðinni hér á Akureyri af því að hún er að hætta. Bakkinn kostaðu tæplega 1400 kr.


Þessi bakki fékk smá páskaupplyftingu 


Þetta páska spjald er úr járni og fékkst í Sirku í fyrra.

vonandi njótið þið páskana það ætla ég svo sannarlega að gera.

kveðja Adda



1 comment: