25 January 2012

Leikið með börnum

Ég rakst á þetta á vafri mínu á netinu fyrir jólin og ætlaði alltaf að koma þessu hérna inn en ekki vannst tími til svo ég set þetta hér inn núna




Þetta er leikdeig sem búið er til úr jello hlaupi
1 bolli hveiti
2 matskeiðar salt 
2 matskeiðar Cream of tatrar
1 bolli heitt vatn
Jello hlaup 13 oz pakki

Aðferð:
Öllu er blandað saman í stóra skál og hrært saman þangað til allt hefur blandast vel saman.
Hellið á pönnu á lágum hita og hrærið stanslaust í en farið varlega af því að hlaupið brennur auðveldlega
Bíðið þangað til það þykknar upp í stóran bolta og setjið þá á bökunarpappír til kælingar.
Hnoðið með hveiti í nokkrar mínútur þegar það hefur kólnað .
Setjið matarlit eða glimmer útí 
LEIKIÐ YKKUR!

Deigið dugar í nokkrar daga sé það geymt í loftæmdum umbúðum í kæli.
Sjá nánar hér 



Þetta er slökunar krukka en hana gerði móðir Pix fyrir hana til að fá hana eða kenna henni að slaka á. Það er nú ekki vanþörf á fyrir marga núna þegar verið er að reyna að koma hlutunum aftur í venjubundna rútínu eftir hátíðarnar. En alla vega hún fyllti þessa krukku með 1 matskeið af glimmerlími á móti 1 bolla af vatni, matarlit og glimmer svo á bara að hrista krukkuna og horfa á glimmerið setjast á botninn og þannig lærir maður að róa sig niður. Ætli þetta heiti ekki að vera sultuslakur.
Sjá nánar hér og hér er uppunaleg uppskrift.

Ég tek það fram að ég hef hvorugt prófað þannig að ég sel þetta ekki dýrara en ég keypti það


kveðja Adda


1 comment:

  1. Þetta er frábært, get ýmindað mér að slökunarkrukkan muni geta gert gagn :) sjáumst vonandi á föstudaginn :)

    ReplyDelete