17 January 2012

Einu sinni var stóll...


Einu sinni var gamall stóll, hann var vínrauður með dökkri viðarumgjörð. Hann var voðalega nettur og fallegur og fannst hann jafnvel vera svolítil prinsessa


En svo fengu eigendur hans leið á honum, losuð sig við hann og fengu sér nýtísku leður stól með áföstum skemli á hallandi baki. Litli stóllinn endaði í búð með notuðum og gömlum húsgögnum. Hann var mjög sorgmæddur og var jafnvel hræddur um að hann myndi enda á ruslahaugunum.
Þá kom þar að lítil kona sem var akkúrat að leita að litlum stól sem vantaði andlitslyftingu.


Konan fór heim með stólinn og lengi vel tímdi hún ekki að gera neitt við hann nema að sitja í honum. Litli stóllinn var svo mátulega stór fyrir litlu konuna að hún náði jafnvel með fæturna niður á gólfið þegar hún sat í stólnum en dinglaði ekki fótunum eins og á flestum nýjum stólum.


Loksins kom að því að litla konan fann fallega bleikt efni sem hanni fannst alveg passa fyrir litla stólinn svo hún dróg djúpt að sér andann og byrjaði að gera upp stólinn.


Fyrst var að setja málningalímband á stólinn og pússa hann upp, svo byrjaði litla konan að mála stólinn með hvítum grunni og svo pússaði hún með sandpappír á milli umferða. Konan vildi hafa stólinn mjög fínann svo húm málaði 4 umferðir.


Svo var aðeins skreytt með blaðsilfri og lakkað 2-3 umferðir af lakki yfir


Bleika efnið og böndinn


Litli stóllinn í miðri aðgerð honum leist ekkert alltof vel á stöðuna


Þegar þarna var komið við sögu var litla konan búin að plata manninn sinn til að hefta áklæðið á stólinn (litlu konunni er frekar illa við heftibyssur en lætur sig þó stundum hafa það) og setan var orðin svo fín að litli stóllin brosti út í annað munvikið og beið spenntur eftir framhaldinu


Blaðsilfrið á fótunum eins og fínasta naglalakk


Borðin fíni sem límdur var yfir heftinn með límbyssu
Eiginmaðurinn ekki heima en konan gat bara ekki beðið eftir að klára stólinn svo hún tók á honum stóra sínum og setti sveitt á sig öryggisgleraugun og byrjaði skjálfandi að hefta og...


Volla.........


Allt tilbúið 


Í bak og fyrir


Nú finnst litla stólnum hann vera meira drottning en hann hefur nokkru sinni verið prinsessa


Litli stólinn ræður sér ekki fyrir kæti og svei mér þá ef hann hreyfðist ekki... ég er viss um að mér sýndist hann hoppa dálítið


Varð náttúrulega að skella mynd af stólnum með púða í ;)


Þetta er sem sagt búið að vera verkefni síðustu daga kæru vinir og mér finnst það alveg þess virði en ykkur


Hér eru tvær myndir sem maðurinn minn tók á sína fínu myndavél (mínar myndir eru alveg ómögulegar allt of grófar og óskýrar og jafnvel hreyfðar en ég tók náttúrulega ekkert eftir því fyrr en ég setti myndirnar inn á síðuna og þá var orðið of seint að gera nokkuð í því).
kveðja Adda

10 comments:

 1. vá Adda! Stóllinn er dásamlegur, algjör drotning.
  Svo vel gert hjá þér og púðinn er nú bara punkturinn yfir i-ið. og ekki hvarta ég yfir myndgæðum hjá þér, myndefnið er svooo fallegt.
  Mig dreymir villta drauma um að svona stóll detti upp í hendurnar á mér einn daginn.lang-lang-langar svooo í einn.

  ReplyDelete
 2. Þú ert snillingur Adda. Stóllinn er flottur:o)

  ReplyDelete
 3. Ja hérna hvað þetta er flott hjá þér, til hamingju með stólinn, hjartanlega! Algjör draumur í dós og ég er alveg yfir mig ánægð með litasamsetninguna :)

  ps. Legg svo til að Þórgnýr haldi heftibyssunámskeið og gefi út skotleyfi :)

  ReplyDelete
 4. Mikið er stóllinn orðinn fallegur! Hann er örugglega mikið ánægðari með sig núna ;-) Ég var að gera eilítið einfaldara stólameikover á mínu bloggi en ágætis makeover samt ;-) Endilega kíktu við!

  ReplyDelete
  Replies
  1. Helga hann er alveg yndislegur hjá þér ég kannski fæ að stela hugmyndinni hjá þér því ég á fleiri stóla sem bíða eftir "makeover"
   kveðja Adda

   Delete
 5. Mikið er daman fín ;) Til lukku með þetta!
  Ég á einmitt tvíburasystur hennar í geymslunni hjá mér sem er dekkuð með bláu áklæði, spurning um að finna sér tíma í að gera henni eitthvað til góða!

  Stóllinn er glæsilegur og hæfir núna drottningu, þannig að þið eigið vel saman :)

  ReplyDelete
 6. Takk fyrir falleg orð i minn garð og Dossa ég bíð spennt eftir að sjá tvíburasysturina. Þetta er mikil vinna en svo gaman þegar vel tekst til og nú er það bara næsta verkefni
  kveðja Adda

  ReplyDelete
 7. Mjög flottur stólinn,mjög flott bleika áklæðið. Ég er búin að fylgjast með skemmtilegu síðunni þinni í nokkurn tíma en er að kommenta í fyrsta skipti. Kærar þakkir fyrir mig! Það er svo gaman að kíkja hingað.

  ReplyDelete
 8. Mjög flottur stólinn,mjög flott bleika áklæðið. Ég er búin að fylgjast með skemmtilegu síðunni þinni í nokkurn tíma en er að kommenta í fyrsta skipti. Kærar þakkir fyrir mig! Það er svo gaman að kíkja hingað.

  kv. Elin

  ReplyDelete
 9. heldur betur vel lukkaður hjá þér Adda...
  skil vel að þú hafir verið smeyk við heftibyssuna í byrjun, (sama hér ;) og þetta er dálítið meira púl en maður heldur !! bóndinn færði mér rafmagnsheftara um daginn og verð að segja að það er töluvert auðveldara að hefta með honum, þó að það sé nú samt smá púl hehe..
  kv auður

  ReplyDelete