31 January 2012

Búðarráp


Ég og Kristín vinkona mín (Hún er með bloggsíðuna Blúndur og blóm endilega kíkið á hana hún er að gera svo margt skemmtilegt og svo tekur hún svo fallegar myndir) fórum í smá leiðangur á föstudaginn, keyptum okkur nokkra kertastjaka, diska, dúka og fleira í antikbúðum og mörkuðum enda er útsala bæði í Frúnni í Hamborg og á Háaloftinu hjá fröken Blómfríði


 Þennann náttslopp keypti ég ásamt hálsfestinninu á Háaloftinu hjá fröken Blómfríði




Diskur og kertastjaki sem ég keypti í Háaloftinu og límdi saman með tveggja þátta lími


Smáskreyttur með blómi sem ég bjó til og hálsfest sem ég keypti í Háaloftinu


Lítill kertastjaki og gamal diskur frá Háaloftinu passa líka svona vel saman 




Stakur bolli sem vantaði undirskál verður sparibolli á hælum



Bolli sem ég keypti fyrir mörgum árum í Hagkaup og kertastjaki frá Háaloftinu


Gamall diskur sem ég keypti einhvers staðar og er búin að vera að geyma fyrir rétta "fótinn". Hjartað og armböndin bý til og er að selja



Svona lítur hann út núna en fóturinn er gamall kertastjaki sem var blárósóttur og ég keypti hjá Hjálpræðishernum á 50 eða 100 kr og spreyjaði hvítann.
Ég á eftir að gera fleiri föt enda á ég fleiri kertastjaka og föt sem ég ætla að líma saman og spreyja.

kveðja Adda


3 comments:

  1. Vinstri helmingurinn á blúnduhjartanu þínu er eins og jólasveinn! :)

    - Anita

    ReplyDelete
  2. Fallegt og aftur fallegt! Og sloppurinn algjörlega gordjöss, hann á eftir að fylgja þér alla ævi þessi og nýtast vel :)

    ReplyDelete