28 April 2011

Tertuföt framhald...

Það voru nokkur tertuföt sem komust ekki inn á síðuna í gær, tölvan eitthvað að stríða mér svo ég bætti þeim bara við í dag.
Ég á tvö bleik föt, efra fatið fékk ég frá svilkonu minni og reyndar annað alveg eins bara minna en það er því miður brotið. Hitt fatið er stórt og flott úr Frúnni í Hamborg og er í svona antik bleikum lit. Ég á reyndar ýmislegt annað í sama lit og kannski kemur mynd af því seinna.


Þetta fat sem heitir Babell er alveg nauðsynlegt að eiga sérstaklega fyrir bollakökur, kemur í mörgum litum og fæst m.a. í Pottar og prik á Glerártorgi á Akureyri.

Þetta finnst mér frábær hugmynd það má líka lím á bolina gler- eða stáldiskHér er sýnt hvernig þetta er gert, ég á örugglega eftir að gera svona í safnið.Ég væri allveg til í svona bleikan líkaÞessir finnast mér algjör draumur fást hér
og þessi tertuföt fást hér bendi sérstaklega á ferköntuðu skálina með jarðarberjunum GLÆSILEG

Bestu kveðjur Adda

No comments:

Post a Comment