Heil og sæl
velkomin inn í hlýjuna
Kertalugt búin til úr stórri krukku, smá greni, blúnda og silfurglimmersnjókorn
úr Rúmfatalagernum
Hér eru jólasokkar heimilismanna sem ég gerði fyrir nokkrum árum, elsti sokkurinn er 16 ára gamal. Það eiga reynda allri á heimilinum svona sokk nema ég.
Ég hef líka gert svona jólasokka handa systkinabörnum mínum og mannsins míns
Elgurinn góði sem ég fékk í Sirku fyrir 2 árum, hann er reyndar uppi allt árið en misjafnlega skreyttur eftir árstíðum
Eldhúsglugginn svo falleg hrímaður og veðurbarin í vetrarhretinu ekki hægt að biðju um það jólalegra (ef það sést á myndinni).
Þessar flöskur fékk ég á sínum tíma í Sirku og einnig járnhjörtun sem á þeim er.
Litli eldhúsglugginn minn skreyttur með gerfigreni, fallegum kúlum og engil frá Himneskum herskörum en hann er uppi allt árið. Þar er líka rautt hjarta sem á stendur "Gleðileg jól" með glimmerstöfum það er úr Jólagarðinum í Eyjafjarðarsveit (ef það sést).
Þennan flotta járnkertastják gaf Begga svilkona mín mér
Þetta fallega kerti er íslensk hönnun frá Heklu (það er líka hægt að fá servíettur í stíl) fæst í Sirku, Pottar og Prik á Glerártorgi og blómabúðum.
Mér finnst það svo fallega með könglum á stóra tertufatinu frá Margréti Jóns leirlistakonu.
Aðventukransinn í eldhúsglugganum mínum. Á kertunum eru
járnplötur með tölustöfum frá 1 og upp í 4 þær og jarnbakkinn eru að sjálfsögðu úr Sirku
Þennan kertastjaka keypti ég í Europris hann er held ég ætlaður fyrir útikerti en ég hef ekki ennþá tímt að setja hann út og er því bara með kubbakerti í honum inni.
Þennan kertabakka fékk ég fyrir nokkrum árum í Sirku.
Ég er eiginlega alveg vonlaus ljósmyndar og er að semja við eiginmanninn um að taka fleiri jólamyndir af heimilinu sem ég ætla að setja inn við tækifæri.
Nú er ekta vetrarveður úti, snjóbylur með frábæru kúruveðri og ég er búin að kveikja á ótal kertum og ætla að fá mér portvínstár .
knús í hús Adda
No comments:
Post a Comment