04 October 2009

Bókaklúbburinn


Berlínaraspirnar eftir norsku skáldkonunnar Anne B. Ragde varð fyrir valinu í bókaklúbbnum mínum svo nú þarf ég að drífa mig í því að redda mér bókinni og lesa fyrir næsta bókaklúbb sem verður seinni partinn af október.

Í dimmum desembermánuði liggur gömul kona fyrir dauðanum í Þrándheimi. Á meðan hún bíður örlaga sinna þurfa eiginmaður hennar, þrír synir og sonardóttir að takast á við atburði fortíðar til þess að geta hafið nýtt líf. En hvernig eiga gamall maður sem þvær sér ekki, hundaþjálfari, smámunasamur útfararstjóri, svínabóndi og samkynhneigður gluggaútstillingameistari að finna sameiginlegan takt í tilverunni? Anne B. Ragde er nú vinsælasti höfundur Noregs. Berlínaraspirnar varð margföld metsölubók í Noregi, skaut Da Vinci lyklinum aftur fyrir sig, enda er hún skrifuð af miklu næmi fyrir ólíkum hliðum tilverunnar og snýst um grundvallarspurningar; hvernig hægt er að sættast við tilveruna í stað þess að flýja hana.

Pétur Ástvaldsson þýddi, Mál og menning gefur bókina út.

Hljómar spennandi ekki satt!


Krúttleg svunta búin til úr tóbaksklút, sá þetta á síðunni hjá Mörtu Stewart.
Sniðug jólagjafahugmynd .
Kveðja Adda

No comments:

Post a Comment