16 November 2012

Saumaæði eða mæði


Eins og þið vitið sem hafið verið að reyna að fylgjast með blogginu mínu þá hef ég ekki verið mjög dugleg að blogga upp á síðkastið en ég hef samt verið að sýsla ýmislegt.


Það hefur drjúgur tími farið í að gera kertaluktir sem ég er að selja á síðunni Festar og fallegt skart og húsið hjá mér meira og minna á hvolfi og allir fjölskyldumeðlimir eru endalaust að tína spotta og þræði hver af öðrum;)



Ég hef bara ekki undan að búa til luktir og hjörtu því mér dettur alltaf eitthvað nýtt í hug til að búa til t.d. er ég að gera kertaluktir með dýramyndum, fyrst af hreindýrum 


og svo voru það íkornar, uglur og svo fannst mér vanta íslensk dýr og því er ég búin að gera krumma lukt sem vonandi minnir ekki að ljóð eftir Edgar Allan Poe en mér finnst hann flottur.


og svo eru jólin á næsta leiti og þá þarf að gera jólaluktir o.s.frv.


Engla luktir


Jólasveinaluktir



Jæja ég ætla að vera með á jólamarkaði sem haldin á Punktinum í Rósenborg á morgun laugardag kl 13.00-16.00 og þá fannst mér ég yrði að vera líka með jólasokka. Ég gerði nokkra fyrir jólin í fyrra sem hægt er að sjá hér.
Svo var ég í Rauða krossinum og rakst þá á mjög fallegan dúk með útsaumi, hann var blettóttur svo ég hugsaði æ ég get ekki notað hann á borð og ætlaði að fara að skila honum en þá datt mér í hug að það væri sniðugt að búa til eitthvað úr honum.


Úr dúknum urðu svo til þessir jólasokkar sem hver er með sínu lagi og það er engin þeirra eins


 Hér er svo afraksturinn sem fer á jólamarkað á morgun. 


Er þetta ekki fallegur útsaumur?


Það er misjafnt hvar blómin eru á sokkunum og hver hefur sína blúndu






 Þessi blúnda af gardínu sem ég keypti í sama skiptið og dúkinn í Rauða krossinum.
Það eru fleiri sokkar á saumaborðinu sem ég sýni ykkur kannski seinna.
Hvernig líst ykkur á?

 Einnig eru fleiri verkefni  sem bíða eftir því að frúnin á bænum gefi sér tima til að huga að þeim og svo eru önnur verkefni í miðjum klíðum og svo þarf að jólaföndrast eitthvað meira, gaman gaman huuáhalds árstíminn minn er runninn upp.
Vonandi hitti ég einhver ykkar í Rósenborg á morgun ég vona að þið eigið góða helgi kæru vinir.

kveðja Adda










04 November 2012

Smá vetrarskreytingar

Það er óhætt að segja að það sem búið að vera all vetrarlegt um að litast hér á Akureyri síðustu daga og það  hefur einhvern veginn orðið til þess að maður fer að gera kósí inni hjá sér.


Hreindýrin fallegu úr Sirku, hvíta glertréið er úr Pier og litli hvíti kertastjakinn er frá Margréti Jóns leirlistakonu og snillingi.


Saman á bakka með kertastjökum og könglum skapar smá vetrar stemming


Græna grenitréið með snjó á eru úr Pier


Kertastjakin er frá Margréti Jóns er alltaf svo fallegur og það er gaman að setja eitthvað fallegt á hann


í þetta skiptil setti ég á hann hjarta sem ég saumaði


Hér er skennkurinn í allri sinni dýrð nóg af kertum og hugguleg heitum inni á meðan snjókófið hamast fyrir utan gluggann.


Jóla kertalukt sem ég gerði og ég gerði líka kertið með mynd af börnum með jólatré


Hér er nærmynd af kertinu


Kertaluktir með gamaldags jólabörnum sem ég bjó til


Hinir klassisku snjóboltar frá Kosta boda


Þau leynast víða hreindýrin á þessu heimili og samt eru helming fleiri ennþá ofan í kössum síðan um síðustu jól.


Þessi passa stofuskápinn ásamt nokkrum bóndarósum (pom poms)


Elgurinn góði sem ég keypti í Sirku fyrir nokkrum árum síðan


Rúmfatalagers bakkinn góði nú í eldshúsinu


neðri hæðin með blúnduborðum, hreindýri, nokkrum könglum og jólasveins kertalukt sem ég gerði.


Efri hæðin hreindýr úr RL, könglar og jólasveinakertalukt sem ég bjó til



Kroppskápurinn góði eftir smá hjartaaðgerð


Í nærmynd


Hilla úr RL sem hangir upp í pínulitlu forstofunni minni.
Ég var að gera smá tilraunir með að prófa að gera gamaldags jólaskraut og englarnir á nótu pappírnum eru hluti af þeirri tilraun og kannski fáið þið að sjá meira af þeim tilraunum seinna.

Ef þið hafið áhuga á kertaluktum eða hjörtum þá getið þið kíkt á Facebook síðuna mína "Festar og fallegt skart"

kveðja Adda