30 October 2012

Enn og aftur af hreindýrum og öðrum dýrum

já ég veit þið eruð örugglega búin að fá hundleið á mér og endalausu hreindýra delluni sem ég er með en þau eru bara svooooo flott og mér finnast þau alveg vera heilsárs


Ég kom mér loksins að því að klára hreindýra púðann hann er búin að liggja hálfkláraður hjá mér lengi, loksins dreif ég í að klára hann og er bara mjög sátt við útkomuna.


Ég var búin að gera nokkra svona gráa púða í gjafir en þá með engla mynda og var alveg búin að ákveða að gera mér gráan púða með hreindýra mynd.  Svo getur bara vel verið að fleiri dýrategundir bætist í safnið seinna.


Ég er með nokkarar tegundir af hreindýramyndum á kertaluktunum mínum en þið getið nálgast þær á facebook síðunni minni "Festar og fallegt skart" eða sent mér tölvupóst í netfangið addahr@torg.is ef þið hafið áhuga.


Ég er aðeins að bæta við dýramyndir í kertaluktaflóruna og þessi ugla er alveg splunku ný


uglumyndinn var bara svo krúttleg að ég varð að setja hana á kertalukt..


Þau eru bara sæt saman uglan og hreindýrið
Púðarnir sem ég hef gert saman komnir


Kertaluktarnar eru flottar hvar sem er og hvernær sem er (flott auglýsing) en þessi er í eldhúsinu.


Hreindýr í snjó


og hreindýr á fati


Þessi fallegu hreindýr eru úr Sirku á Akureyri (dásamleg búð þið sem ekki hafið komið í hana getið skoðan vöruúrvalið á netinu eða á facebook) þau eru til í tveimur pörum annað parið er liggjandi en hitt er standandi. Ég fékk mér standandi parið í fyrra en liggjandi parið nú fyri skemmstu og hér set ég saman par úr sitt hvoru parinu.
Nú er akkúrat tíminn og veðrið til að vera inni í hlýjunni, vekja á kertum og hafa það notalegt

kveðja Adda

24 October 2012

Veifur


Ég fór í A4 um daginn og keypti þessa fínu skrapp möppu frá Tilda og  glansmyndir og glansstjörnur. Ég var alveg óð og uppvæg að gera eitthvað með þennan fína pappír og datt í hug það búa til veifur úr honum. Ég notaði auk þess pappírsdúllur, snið af veifu, merkimiða, skæri band og lím. 
Svo hófst ég handa við að pússla mydum á veifurnar og hér er útkoman.Svo var fíneríði hengt upp í stofunni

kveðja Adda

15 October 2012

Annar í hreindýri

Í beinu framhaldi af hreindýra umræðu síðustu daga þá eru hér nýjasta kertaluktin sem er að sjálfsögðu með bambamynd.


Þetta er sama Bamba krílið og var í síðasta pósti 


Kertaluktarnar passa hvar sem er og hvenær sem er en hér er hún á bakka með kerti sem ég setti mynd á og svo er þarna sírópsflaska sem ég setti á englamynd, blúndu og lykil. Einnig er á bakkanum chilisósuflaska með mynd sem ég prentaði út að límmiðaörk og límdi á flöskuna. Svo er á henni fallegt járnhjarta sem ég fékk í Sirku og bakkann keypti ég fyrir síðustu jól á útsölu í Europrice.

kveðja Adda

13 October 2012

Enn af hreindýrum


Þá er fæddur lítill Bambi í fjölskylduna


Hann er óttarlegt krútt


hér eru þeir saman bræðrakrúttin  eru þeir ekki sætir?

þar til næst njótið helgarinn kæru vinir

kveðja Adda

12 October 2012

Dömulegir dekur dagar og bleikur október

 Svona í tilefni af bleikum október og Dömulegum dekurdögum á Akureyri (sem ég fæ að taka þátt í með því að vera með festar og fallegt skart á Bláu könnunni) og bleikum október þá eru hér nokkrar belikar myndi handa ykkur.

´
smá matarlitur í mjólkina gefur lífinu lit


váááá

Fínar reglur og ekki vera að hafa þær á bleik


Krútt


say no moreþessi sætu kanínusængurföt má fá i HM 


Ekki vera að hafa bleika ljósakrónu


Það þarf ekki alltaf að nota blómavasa


Jæja  

vona að þið eigið góða og bleika helgi

kveðja Adda

10 October 2012

Hrein-dýr


 Hreindýrin mín stór og smá. 
Ég er svolítið upptekin af hreindýrum þessa dagana, ég er að gera kertaluktir og fleira með hreindýramyndum og á ferð minni um netið rakst ég á mörg sniðug hreindýr sem ég vildi deila hér með ykkur.


Þau eru náttúrulega bara fallegust svona í náttúrulegu umhverfi en ef við eigum ekki greiðan aðgang að svoleiðis þá er bara að nota hugmyndaflugið


Þetta hreindýr frá Tilda þ.a.s.a. snið og efni en þessi er frá síðunni Camillaeli 


Þessi fallegi Bambi er frá Torie Jayne þar er hægt að sjá hvernig á að búa til þennann fallega Bamba


                                                  Þessir sætu félaga er hægt að kaupa hér


Þessi kaka er héðan


Spurning um að gera svona fallega köku um jólin algjört krútt svo ekki sé meira sagt


Þessi fallegu hreindýr fann ég hér

og þessi er héðan


Þessi er úr ILVA


Þessi hreindýr geyma eldspítustokka og þá má nálgast hér


Ég er búin að eiga þessa mynd lengi inni í tölvunni hjá mér því ég er alltaf á leiðinni að gera einn svona
hér sjáið þig hvernig


Þessi hreindýr eru frá FrenchMelody shop og fást á Etsy

kveðja Adda