18 September 2012

Svolítil sería

Hér er enn eitt verkefnið sem ég er búin að vera lengi á leiðinni að gera en ekki komið í verk fyrr en núna.


Ég keypti þessi glös í Tiger í fyrra en notaði þau ekki þá


Svo átti ég þessa seríu 


Ég skar stjörnu neðan í botnin á pappaglasinu


Með beittum hníf og setti svo seríuna í gegnum gatið


Svo var sérían tilbúin


Með litlum fallegum skermum


Ég er ekki alveg búin að finna henni stað í húsinu


En hún er algjört krútt með bamba myndum, sveppum og trjám.

kveðja Adda

16 September 2012

Kósískotið

Ég bý eins og áður hefur komið fram í litlu og gömlu einbýlishúsi á þremur hæðum. Á efstu hæðini eru  3 svefnherbergi s.s. hjónaherbergi og 2 barnaherbergi. 
Barnaherbergin eru bæði undir súð og í þeim báðum voru hillur eða holrúm undir súðini annað hvort undir sængurföt eða til geymslu. Þessi geymsluhólf nýttust illa nútímafjölskyldu og tóku pláss sem hægt var að nota í annað. Við tókum eða réttara sagt opnuðum þessar "geymslur" í báðum herbergjunum.


Hér eru myndir frá Emblu herbergi þegar búið var að rífa út að þaki


Í miðju ferli

Emblu herbergi tilbúið það stækkaði alveg órtúlega mikið við þetta það munaði alveg rúmstæðiðinu hér er nánari umfjöllum um Emblu herbergi 

 Hér eru myndir frá Bjarma herbergi öðru megin voru hillur 
 og hinu megin var sængurgeymsla 
Þessar myndri eru teknar áður en við fluttum inn. Við höfðum þetta svona í ár en svo fannst okkur þetta nýtast mjög illa svo við ákváðum að rífa þetta niður en halda botninum og fá þannig rúmstæði fyrir drenginn og meira gólfpláss fyrir vikið.


Svona leit þetta út þegar við vorum að byrja að rífa 


Þarna er ekki búið að klára þetta en drengurinn er engu að síður farinn að sofa í fletinu


Elsti sonur okkar er í HÍ á veturnar og þá flytur Bjarmi búferlum í kjallaraherbergið hans á meðan
 og notum við það sem gestaherbergi


Þarna á bak við sessalonin(á eftir að gera hann upp) er bælið hans Bjarma
Mig hefur lengi langað til að gera eitthvað skemmtilegt úr þessu skoti en ekki komið mér að því en svo allt í einu  kom andinn yfir mig um helgina og úr varð kósískot


Ég prentaði út stafrófsmyndir sem ég fékk á netinu reyndar á ensku og festu upp á vegg(þak)hallann


Ég prentaði út og klippti litla fána sem ég límdi á snúru og hengdi upp einnig setti ég upp bleika seríu til að fá rómó lýsingu.


Ég fann þessar skemmtilegu gardínur hjá fröken blómfríði á Háaloftinu á 400 krónur örugglega gamlar eldhúsgardínur og ég sá þær strax fyrir mér í þetta rými


Svo prentaði ég út myndir úr barnabókum sem ég er búinað vera að safna mér í gegnum netið og límdi upp á veggina innan í króknum.


 Embla að lesa í kósíkróknum


Hér sjást stafamyndirnar betur en þær fékk ég á síðunni  The handmaid home  en þar er hægt  að fá margar fallegar myndir frítt


Rúmteppið er úr RL og svo hrúaði ég inn alls konar púðum og böngsum og þarna sést í einhyrninginn hennar Emblu.
Við eigum örugglega eftir að eiga margar góðar stundir þarna í framtíðinni.
Nánari fréttir af herberginu koma síðar.

(myndirnar úr kósískotinu tók Þórgnýr maðurinn minn).

kveðja Adda


14 September 2012

Koddahjal


Þessa mynd tók Þórgnýr maðurinn minn (hann er ótrúlega góður ljósmyndari eitthvað annað en ég,  hér getið þið séð myndirnar hans) af Emblu um síðustu jól og mér finnst hún mjög falleg og lýsa henni mjög mikið


Ég hef síðan þá ætlað að búa til púða með myndini  en kom því ekki í verk fyrr en núna 


og hann kom svona út.


                                                             Svo rakst ég á þetta krúttBara sætur ekki satt?


RL lífsstílsbúð ég segi ekki meir

Svo var ég búin að sauma kanínupúða handa Emblu en átti eftir að troða í hann og ég finn hann hvergi svo ég verð að sýna ykkur hann seinna.

kveðja Adda


08 September 2012

Enn af hjörtum, luktum og pokum

Jæja það mætti halda að ég hefði sofið Þyrnirósarsvefni upp á síðkastið slík hefur framistaða mín verið hér á blogginu. Ég er að reyna að rífa mig upp og fara að blogga meira og svo mætti aðeins taka til hendinni við eitt og annað hér á heimilinu.


Sumarið hefur svolítið farið í að gera hjörtu og kertaluktir 


Þær eru voða fallegar þegar búið er að kveikja á þeim og þá skín ljósið svo fallega í gegnum myndina


Þetta næst nú ekki alveg á mynd svona yfir hábjartann daginn en kannski set ég inn betri myndir seinna þegar tekið er að rökkva.


Ég er með allskonar gamaldags myndir bæði barnamyndir og englamyndirEnglar að biðja svo krúttlegir svona saman finnst mér


Svo eru það hjörtun sívinsælu en þau hef ég gert með ýmsum hætti eins og ég hef áður fjallað um hér á blogginu


Sætar sundsystur


Englar


Kona í kápu
Þið getið kynnt ykkur hvað ég er að gera hér á sölusíðunni minni Festar og fallegt skart á facebook


En sem sagt þá var ég búin að vera að hugsa um umbúðir utan um hjörtun og kertaluktirnar því ég vildi gera sjálf eitthvað fallegt utan um vöruna mína. Svo datt mér í hug að prenta á bréfpoka með gamaldags auglýsingum sem ég fjallaðu um hér á blogginu. Þegar ég var búin að gera slattta af pokum þá datt það niður í hausin á mér "af hverju slæ ég ekki bara 2 flugur í einu höggi og set upplýsingar um mig á pokana þá þarf ég ekki að vera líka með nafnspjöld". 
Svo ég gerði nokkrar tilraunir með það og þetta varð niðurstaðan sem þið sjáið hér að ofan.


Þá varð ég að finna eitthvað til að loka pokunum með og datt þá í huga (hafði séð það einhverstaðar á netinu) að setja blúndur á klemmur og nota þær til að loka pokunum.
Svo niðurstaðan varð þessi! 
Hvernig líst ykkur á?


Nærmynd af klemmunni


Ég nota klemmur  í tveimur stærðum og hér sjáið þið þær


Hér er svo pokinn nærmynd

Nú er hægt að kaupa hjörtun, kertaluktirnar og perlukrossa nína í verslunni Cabo í Keflavík

kveðja Adda