28 May 2012

Sumarið er komið á pallinn












Svona var stemmingin á pallinum hjá mér um helgina þarf að segja eitthvað meira?

vona að þið hafið notið ykkar líka
kveðja Adda

15 May 2012

Nokkur smáatriði í barnaherberginu

Þegar ég fjallaði um barnaherbergið  hennar Emblu hér voru nokkur smáatriði sem ég gleymdi en ætlaði alltaf að bæta við og hér koma þau.


Ég gerði þessa stafrófsmynd og setta gjafapappír á bakvið. Ég hef gefið nokkrar svona myndir í afmælisgjafir með mismunandi bakgrunni.


Hér er myndinn á veggnum hjá Emblu


Ég er svo hrifin af þessum uglupúðum frá The owl factory


Embla vildi rauða uglu af því að það er uppáhalds liturinn hennar


Ég keypti þessa hillu í Söstrene Grene og málaði hana hvíta og setti gjafapappír innan í hólfin.


Hún er fínnt heimili fyrir hristihausana ( Littlest Pet shop) sem smá saman fjölgar á heimilinu


Froskurinn


Blómakisa


Eldgamall spegill sem ég setti gamlar glansmyndir á fyrir um 13 árum síðan


Nærmynd


Hér er svo nýjasta djásnið í baranaherbergið að vísu er hann í stofunni núna því allir vilja njóta hans, hann er svo mikið krútt. 

kveðja Adda 


10 May 2012

Pip studio

Ég er að safna (meðal annars) leirtaui frá Pip studio í Hollandi. Ég get ekki ákveðið mig hvort mér finnst fallegra það bleika eða bláa svo ég safna bara bæði bláu og bleiku og blanda því saman ásamt hvíta fallegu leirmununum sem ég á frá Margréti Jónsdóttur leirlistakonu (ég kem betur að henni í öðrum pósti seinna). Blómabúð Akureyrar og Borð fyrir tvo í Reykjavík selja Pip vörunar.


en nú á ég orðið nokkra muni og svo bættust....



þessir fallegu félagar í safnið nú í maí þegar ég átti afmæli


hluti af skálasafninu


könnur


og fleiri könnur


Þessar könnur nota ég ekki engöngu til að drekka úr þeim heldur nota ég þær líka undir föndur og penna o.fl.


Þetta dýrindi tertufat fékk ég í afmælisgjöf í fyrra


Það er hægt að raða þessu svo skemmtilega upp


og maður á aldrei nóg af skálum


þær verða nú ekkert ljótari könnurnar við það að tilla sér á tær


Þegar maður er með svona fallega hluti fyrir augunum þá er ekki hægt annað að gleðjast og fagna vorinu hvernig sem spáin er.

Vonandi eigið þið blómstrandi daga framundan
kveðja Adda


06 May 2012

Útgáfuteiti

Síðustu vikur hafa verið mjög annasamar hjá okkur hjónum og fimmtudagurinn síðasti var vægast sagt spennuþrunginn. þá var Þórgnýr maðurinn minn í opnuviðtali í Akureyri vikublað og það má sjá hér . Svo var heimili okkar í Hús og híbýli en það verður að kaupa í búð til að sjá fínheitinn. Þannig að það mætti halda að við værum athyglissjúk þessa dagana;)



Hér er síða Hús og híbýla á Facebook.

kveðja Adda

01 May 2012

1. maí

Innilega til hamingju með daginn kæru landsmenn


Í tilefni dagsins var flaggað á þessu heimili


Sól og blíða og gróðurinn að lifna við.
Ég vona að þið eigið líka fínan og fallegan dag

kveðja Adda