28 February 2012

Kerti og aftur kerti


Ég hef oft sett myndir á kerti t.d. á afmæli dóttur minnar þá hef ég yfirleitt sett myndir á kerti annaðhvort myndir af henni eða einhverju sem tengist afmælisþemanu. Þá var ég yfirleitt með eitthvað séstakt lím til að setja servéttur á kerti.


Hér eru Bangsimonmyndir á kertunum í eins árs afmælinu hennar Emblu (ef þið sjáið þær fremst á myndinni)fyrir jólin prentaði ég út úr tölvunni nokkrar engla og jólamyndir og festi á kerti  með límstifti. 


En svo er ég búin að sjá  víða á netinu alls konar aðferðir við að setja myndir á kerti til dæmis hjá Lindu á síðunni "Litlir hlutir" og hjá Helgu á síðunni "Allt er vænt..."  (Endilega kíkið á þessar síður þær eru báðar að gera frábæra hluti). Ég átti nokkur kerti eftir jólin sem höfðu verið í (þó nokkrum) aðventukrönsum heimilisins og en var nóg eftir af þegar jólin voru búin. Svo að ég ákvað að gera nokkrar tilraunir við að setja myndir á kertin.

Silkipappír og prentari

Hitabyssan

Í þessa tilraun fór silkipappír sem fæst í öllum betri föndur og bókabúðum og Tiger
hitabyssa sem ég er búin að eiga í mörg ár og nota mikið með stimplunum mínum og hvít kerti.
Ég fann nokkrar gammel myndir á netinu ég fer aðalega inn á The Graphics Fairy sem er algjörlega mitt uppáhald þegar kemur að gamaldags myndum


Það eru öll kerti glæsileg í þessum kertastjökum frá Margréti Jóns en það er ekki verra að vera með kórónuÉg valdi nokkrar myndir til að setja á kertin, þær myndir sem voru með letri speglaði ég  í tölvunni .Til þess að spegla texta svo hann snúi rétt á kertinu fór ég í word og  ýta á draw og valdi þar rotate or flip og svo flip horizontal og þá er myndin spegluð.
Ég klippti út silkipappír jafnstóran A4 blaði og festi hann niður á ofan og neðan við ljósritunarpappírinn með límstipti og prentaði myndirnar út á glanshliðina á pappírnum. Þá klippti ég myndina af ljósritunarpappírnum og setti hana á kertið og hitaði með hitabyssunni þar til vaxið fór að hitna og við það dökknar myndin og blotnar upp. Maður þarf bara að passa sig að hita kertið ekki of mikið en þá fer allt að kertavaxið að leka niður í stríðum straumum og kertið verður mjög hrufótt og ljótt.


Og þarna er myndin komin á kertið
þetta var fyrsta fórnarlambið og ég var full gróf á hitanum svo það fór að leka niður.


Hér er myndin sem ég notaði en ég þurfti ekkert að snúa henni 


Þessi mynd sést ekki vel en hún er voða rómó


Þarna setti ég saman tvær myndir aðra af rós en undir setti ég sendibréf og það kemur svo fallega úr að mér finnst


Svo er það kórónan en það verður að vera svolítið konungslega heima hjá manni annað slagið


Ég á örugglega eftir að gera fleiri tilraunir seinna og svo á ég eftir að gera einhverjar tilraunir með það að prenta á efni en það bíður betri tíma. Ég vona að þetta hafi komið að einhverju gagni en svo verður maður bara að prófa sig áfram.kert

kveðja Adda

26 February 2012

Glæsileg íslensk hönnun

Það er orðið dálítið langt síðan ég ef fjallað um íslenska hönnun hér á blogginu mínu og því er það orðið löngu tímabært við eigum svo marga flotta íslenska hönnuði. Þóra Finnsdóttir er leirlistamaður sem er að gera það gott í Danmörku,  undir merkinu Finnsdottir, Hún hannar skartgripi, vasa, ljós, kertastjaka og fleira. Þegar ég fór suður síðast þá sá ég muni frá henni í Mýrinni í Kringlunni og þeir eru dásamlega fallegir, ég væri alveg til í svona babúskuvasa og skartgripina. Hér á facebook getið þið séð meira um Finnsdottir.Ljós

Eyrnalokkar


Blómavasar og kertastjakar


Babúskublómavasar


Hálsfestar


Lampar

Ég skora á ykkur að fylgjast með Þóru hún á framtíðina fyrir sér og það verður gaman að sjá hvað hún kemur með næst

kveðja Adda

24 February 2012

Takk

Kæru bloggvinir
takk fyrir allar heimsókninar það hefur komið mér skemmtilega á óvart hvað það eru margir sem kíkja hér inn það er ótúlegasta fólk sem snýr sér að mér á götu og segist skoða bloggið. Ég vill sérstaklega þakka þeim sem gefa sér tíma til að skrifa í kommentin það er ótrúlega gaman að fá klappa á bakið og sjá að fólk hefur áhuga á því sem ég er að gera. Ég er líka búin að eignast góða bloggvini sem eru að gera sviðað hluti og með sömu áhugamál sem ég hefði ekki kynnst annars. TAKK FYRIR MIG!

Ég er með ýmisleg smáverkefni í gangi á heimilinu sem ég er ekki búin að klára það gengur allt eitthvað svo hægt hjá mér þessa dagana. Ég set inn myndir af því það tilbúið en meðan þá skulum við bara að hafa það notalegt svona í helgarbyrjun. Ég get ekki beðið eftir smá dekurhittingi á morgum með yndislegum vinkonum og finnst alveg við hæfi að vera í smá bleiku skapi í dag.Ég myndi örugglega drekka meira te ef það liti svona fallega út


Það er ekki laust við að manni sé farið að dreyma um sumar og sól


Hér sjáið þið hvað bleikt gefur lífinu lit
og ekki væri nú ónýtt að eiga svona fallega skó þó maður gæti bara setið í þeim
fást hér ef þið hafið áhuga


Dásemdin einSkál í boðinu


Má bjóða ykkur makkarónukökur í desert?

Ég fann ekki uppruna myndanna en þær eru af spjaldinu mínu á Pinteres 

Vonandi hafið þið það gott um helgina.

kveðja Adda

22 February 2012

Orð eru til alls fyrst


Stundum er eins og manni vanti smá orku til að klára vikuna og þá er gott að hafa eitthvað til að peppa sig upp. Ég  hef lengi verið að safna alls konar textum og veggspjöldum af netinu. Mér fannst eitthvað svo tómlegt hjá mér eftir jólin að ég prentaði út tvö veggspjöld á ljósmyndapappír og setti í myndaramma frá IKEA


JOY, HOPE, PEACE, BELIEVE er ekki bara jóla heldur gildir allt árið


Þetta er náttúrulega bara klassi og er til í ótal útfærslum.
Ég keypti 2 Söndrum ramma í IKEA stærri rammin var 21x30 cm og minni ramminn var 18x24 cm. Svo er alltaf hægt að skipta ef maður verður leiður á þessum texta og setja nýjann í staðinn. Ódýr og sniðugur kostur.

Hér fyrir neðan setti ég nokkur spjöld.
Þetta er það sem ég notaði en það þolir ekki mikla stækkun


Það er oft betra að prófa að prenta myndina út í svat/hvítu fyrst til að sjá hvort hún þoli stækkunina og verði ekki óskýr.
Þetta er það sem ég notaði

Kveðja Adda