31 January 2012

Búðarráp


Ég og Kristín vinkona mín (Hún er með bloggsíðuna Blúndur og blóm endilega kíkið á hana hún er að gera svo margt skemmtilegt og svo tekur hún svo fallegar myndir) fórum í smá leiðangur á föstudaginn, keyptum okkur nokkra kertastjaka, diska, dúka og fleira í antikbúðum og mörkuðum enda er útsala bæði í Frúnni í Hamborg og á Háaloftinu hjá fröken Blómfríði


 Þennann náttslopp keypti ég ásamt hálsfestinninu á Háaloftinu hjá fröken Blómfríði
Diskur og kertastjaki sem ég keypti í Háaloftinu og límdi saman með tveggja þátta lími


Smáskreyttur með blómi sem ég bjó til og hálsfest sem ég keypti í Háaloftinu


Lítill kertastjaki og gamal diskur frá Háaloftinu passa líka svona vel saman 
Stakur bolli sem vantaði undirskál verður sparibolli á hælumBolli sem ég keypti fyrir mörgum árum í Hagkaup og kertastjaki frá Háaloftinu


Gamall diskur sem ég keypti einhvers staðar og er búin að vera að geyma fyrir rétta "fótinn". Hjartað og armböndin bý til og er að seljaSvona lítur hann út núna en fóturinn er gamall kertastjaki sem var blárósóttur og ég keypti hjá Hjálpræðishernum á 50 eða 100 kr og spreyjaði hvítann.
Ég á eftir að gera fleiri föt enda á ég fleiri kertastjaka og föt sem ég ætla að líma saman og spreyja.

kveðja Adda


29 January 2012

Skírnargjafir


Þessi mynd er í herberginu hennar Emblu  sem ég sagði ykkur frá í síðasta bloggi
Myndir gerði ég fyrir Emblu þegar hún var skírð


Myndast mjög illa enda erfitt að mynda glerið.
Hérna getið þið séð betur hvað stendur á myndum


Nafnið hennar hvað það merkir


Fæðingin, staður tími og þyngd


Stjörnumerki barna


Lífstalan


 og persónuleika tré

Síðan ég gerði þessa myndir er ég búin að gera nokkrar svona myndir þegar börnin í fjölskyldunni eru skírð yfirlétt er ég bara með þrjár myndir af því það er svo svakaleg dýrt að láta innramma svona myndri. 
Ég hef keypt 3 myndaramma í IKEA og þá líta myndirnar svona út
Þetta eru myndir sem ég gaf litlum frænda mínum í skírnargjöf


kveðja Adda

27 January 2012

Barnaherbergi


Velkonin í heimsókn 


Kaffiborðið


Sparikjóllinn og sjálfsmynd sem dóttirin gerði í leikskóla


Myndir eftir Línu Rut


herbergishurðin inn í herbergið og spegill á bak við hurðina


Glugginn sem er beint á móti hurðinni


Rúmið og kommóðan


Hilla með leikföngum og bókum


Eldavélin sem ég bjó til úr gömlu náttborði sjá hér


Ég útbjó þessar myndir fyrir Emblu þegar hún var skírð og lét ramma þær inn set nánar um það síðar. Það er  nauðsynlegt að eiga sverð og skjöld fyrir hverja nútíma konuNafnið hennar úr glerkubbm sem hún fékk þegar hún var 1 árs


 Prinnsessur, Lína langsokkur, spædermann sem er reyndar uppáhalds grímubúningur dóttur minnar og hún er búin að eiga þá tvo


Þessar járnbaukar fást í Sirku og eru frábærir undir alls konar dót


Ég á mjög mikið af alls konar svona töskum sem ég nota undir alls konar dót bæði fyrir mig og börnin


hvert heimili verður að eiga þvottavél drengir og stúlkur


Þessi litli sæti hestur heitir Pinki pæ af því að hann talar sænsku og segir " pinki pie hungrig kan du mata mig" og þá þarf að gefa honum að drekka

kveðja Adda

26 January 2012

Minnistafla


Kommóðan og minnistaflanÉg var búin að vera að vandræðast með vegginn fyrir ofan kommóðuna í herbergi dóttur minnar og átti erfitt með að ákveða hvað ég ætti að setja þarna.
Ég var búin að gera mér minnistöflur og í einhverjum leiðangri mínum í Vogue rakst ég á þetta fallega efni og fannst það passaði vel inn í barnaherbergið.


Ég átti gamla minnistöflu sem sonur minn var með í herberginu sínu þegar hann var lítill, ég var búin að breyta henni einu sinni þannig að ég límlakkaði myndir úr Andrésblöðum á bakið á henni og notaði hana þannig þegar hann varð eldri. En nú hafði þessi korktafla legið ónotuð í nokkur ár svo það var upplagt að nota hana enda stærðin á henni alveg hárrétt.


Ég gleymdi á mynda ferlið en þetta er sára einfalt. Það þarf bara spjald, gamla korktöflu, spónaplötu, MDF eða eitthvað nógu ódýrt, vatt, efni, heftibyssu, límbyssu, silkiborða og tölur eða annað til að setja yfir samskeytin. Ég festi vattið og efnið með heftibyssu við bakið á korktöfluni og strengdi svo silkilborða þvers og kruss á töfluna. Ég heftaði svo í böndin þar sem þau krossast á töflunni að framan og límdi tölu ofan á heftin með límbyssu og þá er taflan tilbúin


Kanínulampann fékk dóttir mín í jólagjöf þegar hún var 2ja ára hann er alveg yndislegur og bambalampi er næstur á óskalistanum. Dala hestana sænsku keypti ég í Svíþjóð fyrir um 12 árum síðan


Svo er hægt að setja myndir eða minnismiða undir böndin eða fest á hana hluti með títiprjóni. 
Ég er búin að gera nokkrar svona töflur gerði t.d. eina hvíta með blómum sem fer inn í vinnuherbergi þegar það verður tilbúið. Perlukross sem ég er að búa til og seljaÉg set inn fleiri myndir úr barnaherberginu á næstu dögum

kveðja Adda

25 January 2012

Leikið með börnum

Ég rakst á þetta á vafri mínu á netinu fyrir jólin og ætlaði alltaf að koma þessu hérna inn en ekki vannst tími til svo ég set þetta hér inn núna
Þetta er leikdeig sem búið er til úr jello hlaupi
1 bolli hveiti
2 matskeiðar salt 
2 matskeiðar Cream of tatrar
1 bolli heitt vatn
Jello hlaup 13 oz pakki

Aðferð:
Öllu er blandað saman í stóra skál og hrært saman þangað til allt hefur blandast vel saman.
Hellið á pönnu á lágum hita og hrærið stanslaust í en farið varlega af því að hlaupið brennur auðveldlega
Bíðið þangað til það þykknar upp í stóran bolta og setjið þá á bökunarpappír til kælingar.
Hnoðið með hveiti í nokkrar mínútur þegar það hefur kólnað .
Setjið matarlit eða glimmer útí 
LEIKIÐ YKKUR!

Deigið dugar í nokkrar daga sé það geymt í loftæmdum umbúðum í kæli.
Sjá nánar hér Þetta er slökunar krukka en hana gerði móðir Pix fyrir hana til að fá hana eða kenna henni að slaka á. Það er nú ekki vanþörf á fyrir marga núna þegar verið er að reyna að koma hlutunum aftur í venjubundna rútínu eftir hátíðarnar. En alla vega hún fyllti þessa krukku með 1 matskeið af glimmerlími á móti 1 bolla af vatni, matarlit og glimmer svo á bara að hrista krukkuna og horfa á glimmerið setjast á botninn og þannig lærir maður að róa sig niður. Ætli þetta heiti ekki að vera sultuslakur.
Sjá nánar hér og hér er uppunaleg uppskrift.

Ég tek það fram að ég hef hvorugt prófað þannig að ég sel þetta ekki dýrara en ég keypti það


kveðja Adda


22 January 2012

Innlit í nokkur barnaherbergi

Ég set hér inn nokkur innlit í falleg barnaherbergi á meðan ég er ekki búin að mynda barnaherbergin í mínu húsi en það er alltaf eitthvað sem ég ætla að gera fyrst en vonandi hefst þetta nú á endanum. 
Þessa myndir koma frá Beates verden sem er með mjög fína heimsíðu


Þessi mynd er fengin hér 


Þessi mynd er héðan
 þessi er héðan


 Þessi mynd er frá Old chic en þar er að finna æðislegt hús og margar skemmtilegar hugmyndir


 Þessar æðislegur kanínur búa í eldhúsinu hjá Mali-mo


Hérna fær gömul hilla nýtt hlutskipti


Hér er búið að breyta gömlum skáp í ævíntýraheim bókannaÉg er mjög hrifin af svona gömlum landakortum og gömlum kensluspjöldum og það er mjög flott að setja það í barnaherbergi og jafnvel fræðandi


Nokkrir búðar og dýnir og þá er komið gott lestaraskot


Sniðugt að merkja veggina með nöfnum barnanna


Það þarf oft lítið til að útbúa kósiskot fyrir börnin


Svolítið shabby chic herbergi

Þetta finnst mér algjör snild límband með bílvegi fæst hérÞessi mynd er frá BHG


Þessi mynd er héðanÞessar tvær myndir hér að ofan eru fengnar hér

Myndirnar hér að ofan eru frá Pinteres nema annað sé tekið fram og þá hef ég ekki getað fundið uppruna þeirra.

Kveðja Adda