28 September 2011

Á meðan beðið er

Maðurinn minn er ekki heima en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum er tölvan hans heima (mjög sjaldgæft að þessi tvö séu aðskilin) þannig að ég greip tækifærið fegins hendi til að blogga pínulítið. Ég er í miðjun kafi að mála vegginn í hjónaherberginu bleikan en það er ekki alveg búið á eftir að hengja upp á veggina og svona en á meðan er hér pínu óskalisti.

Hér eru drauma stólarnir

Það væri nú ekki verra að hafa skemil við
þessi fæst í ILVA  bæði með höldum og án. Ég á einn gamlann svona stól sem er með dökkum við og rauðu plusáklæði sem ég ætlið að gera ca svona en svo er hann svo fínn og vel með farin að ég þori ekki alveg að hrófla við honum ekki í bili að minnsta kosti.

kveðja Adda

24 September 2011

Náttborð verður eldavél

það er nú varla að ég þori að segja frá þessu verkefni mínu. En þegar ég fluttir í Löngumýrina fyrir rúmlega fjórum árum síðan þá féll til ein lítil náttborðskommóða úr Rúmfatalagernum sem hvergi var pláss fyrir lengur Mér datt því í hug að gera úr henni eldavél handa dóttur minni sem þá var að verða 2ja ára gömul. En svo  tókst ekki að klára verkefni í tíma svo stefnan var tekin á næsta afmælis dag og svo koll af kolli þangað til að loksins nú í sumar að verkið var loksins klárað fyrir 6 ára afmælið en betra er seint en aldrei.

Fyrir
þegar ég ætlaði af finna mynd af kommóðunni eins og hún var áður (sem ég er vissum að ég hafði tekið á sínum tíma) gat ég ekki með nokkru móti fundið hana né myndri af ferlinu (sem ég er viss um að ég hafði tekið líka). Ég greip því til þess ráðs að finna álíta kommóðu á netinu til að sýna ykkur myndina fyrir.


Eftir

Við skildum efstu skúffuna eftir þannig að það er hægt að geyma í henni potta og ýmis eldhúsáhöld
Ég á eftir að festa snaga á hliðina á eldavélinni svo hægt sé að hengja þar pottaleppa og viskastykki og
svo var líka ætlunin að mála Rafha merkið á eldavélina en það verður kannski fyrir 12 ára afmælið hver veit.

kveðja Adda

18 September 2011

Ferm living

þessi tré kertastjaki  frá Ferm living er nýr og kemur líklega til með að fást í Sirku
það er hægt að hafa hann á ýmsa vegu
þessi kertastjaki fyrir sprittkerti fæst í tveim stærðum
Hús sem hægt er að skrifa með krít inn í
bamba vegglampi

þessi landakorta vegglímmiði er alltaf jafn flottur
Sniðugur límmiði sem hægt er að setja í kringum alls konar hluti. Það var svipaður límmiði framan á forsíðu nýjasta Húsa og híbýla


Kveðja Adda

11 September 2011

Bleikan aftur og enn

Ég er í eitthvað svo bleiku skapi í dag ég keypti mér bleika málningu sem heitir Antique Rose og er frá Kalklitum. Ég ætla að mála einn vegg í svefnherberginu mínu. Ég prófaði hana fyrst með því að mála einn bakka með henni og hann kom mjög flott út þannig að ég ætla að láta slag standa.


Draumahúsið


Gatan


Vespan


Hjólhýsið- það væru nú ekki dónalegt að vera í þessu í Vaglaskógi


Mjólk með bollu

Örugglega dálítið erfitt að vera með svona varalit


Drauma rúmteppið



og drauma sturtuhengið verð að fara að komast að því hvað hægt er að kaupa svona


það væri nú fjör að hafa svona í Lystigarðinum


Bleikt popp vonandi með hunangsbragði


Yndislegur blómvöndur

Flestar myndirnar eru fengnar á pinterest.

Vonandi njótið þið sunnudagsins
kveðja Adda